Samningur ESB við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu undirritaður Randver Kári Randversson skrifar 27. júní 2014 18:49 Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, við undirritun samningsins í Brussel í dag. Vísr/AFP Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu. Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur þar sem lagður er grunnurinn að efnahagslegu og pólitísku samstarfi Evrópusambandsins við Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. BBC greinir frá þessu. Petro Porosjenko, forseti Úkraínu, fagnaði undirritun samningsins í Brussel í dag, og sagði að um söguleg tímamót væri að ræða og sagði daginn þann mikilvægasta í sögu Úkraínu frá því landið varð sjálfstætt árið 1991. Hann sagði samninginn fela í sér upphaf undirbúnings þess að Úkraína gangi í hóp Evrópusambandsríkja. Rússneskir ráðamenn hafa talað um að samningurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar og sagði Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússland. Hann sagði samninginn fela í sér sársaukufullt inngrip í málefni Úkraínu og aðeins fela í sér gervivalkost fyrir Úkraínumenn. Umræddur samningur var upphaflega kveikjan að því ólguástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarna mánuði, en fjöldamótmæli hófust í Úkraínu eftir að Viktor Janúkóvítsj, þáverandi forseti landsins, hætti við að undirrita samninginn í nóvember á síðasta ári. Vopnahlé milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins rennur út nú í kvöld og sagði Porosjenko það munu ráðast þegar hann kæmi aftur til Kænugarðs hvort vopnahléið yrði framlengt. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist fylgjandi því að framlenging yrði á vopnahléinu en þó ekki ef aðskilnaðarsinnum er settir afarkostir um að leggja niður vopn. Pútín sagði að vopnahlé til langs tíma væri nauðsynlegt til að leiða friðarviðræður til lykta og stöðva blóðbaðið í suðausturhluta Úkraínu.
Georgía Moldóva Úkraína Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira