Íslenski boltinn

Stjörnukonur fyrstar inn í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. vísir/Arnþór
Íslandsmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í fótbolta eftir 6-0 stórsigur á 1. deildarliði Þróttar á Valbjarnarvelli.

Maegan Kelly og Rúna Sif Stefánsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Stjörnuna, Kelly bæði í fyrri og Rúna Sif bæði í seinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru síðan með eitt mark hvor.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, leyfði sér að hvíla lykilmenn í þessum leik því Sandra Sigurðardóttir, Anna María Baldursdóttir, Marta Carissimi og Harpa Þorsteinsdóttir byrjuðu allar á bekknum.

Stjörnuliðið er komið á mikið skrið eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni en síðan hafa Garðabæjarkonur unnið sjö leiki í röð í deild og bikar. Stjörnuliðið hefur skorað fjögur mörk eða fleiri í síðustu fjórum leikjum sínum.

Þetta er þriðja árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum sem kvennalið Stjörnunnar spilar í undanúrslitum bikarsins.

Upplýsingar um markaskorara í leiknum eru fengnar af úrslitasíðunni urslit.net.

vísir/Arnþór
vísir/Arnþór
vísir/Arnþór
vísir/Arnþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×