Upphitun fyrir UFC Fight Night: Seinni hluti Óskar Örn Árnason skrifar 27. júní 2014 23:30 Í kvöld fer fram skemmtilegt UFC bardagakvöld þar sem Cub Swanson og Jeremy Stephens eigast við í aðalbardaganum. Sex aðalbardagar kvöldsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við lítum hér á efstu þrjá.Cub Swanson (20-5-0) gegn Jeremy Stephens (23-9-0) – fjaðurvigt (66 kg)Cub Swanson gegn Jeremy Stephens er aðalbardagi kvöldsins. Ekki er barist um titil en sigurvegarinn er líklegur til að skora á ríkjandi meistara sem nú er José Aldo. Báðir þessir kappar eru á mikilli siglingu, Swanson er búinn að vinna fimm bardaga í röð og Stephens þrjá. Cub Swanson er gríðarlega höggþungur og árásargjarn en er góður á öllum vígstöðum bardagans. Hann virðist vera að toppa núna og hefur sigrað 15 af síðustu 20 bardögum með rothöggi. Mikil meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn hjá þessum hæfileikaríka bardagamanni en sigri hann hér í kvöld gæti hann fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir.3 atriði til að hafa í hugaHann hefur sjö sinnum fengið bónus fyrir besta bardaga eða rothögg kvöldsins í UFC og WECHann er með Greg Jackson í horninu sem er með meistaragráðu í herkænskuHann hefur ekki barist í heilt ár vegna meiðsla Jeremy Stephens er líkt og Swanson, höggþungur og árásargjarn svo það má búast við hörku bardaga. Hann barðist áður í léttvigt en eftir að hann færði sig niður í fjaðurvigt hefur hann sigrað alla sína þrjá bardaga þar. Hann er stór í fjaðurvigtinni en eftir að hafa vigtað sig inn sem 145 pund (66 kg) í gær verður hann að eigin sögn í kringum 170 pund (77 kg) í bardaganum í kvöld.3 atriði til að hafa í hugaHann getur rotað með einu höggiÞetta er 19. UFC bardagi Stephens en hann hefur aldrei áður verið í aðalbardaga kvöldsinsHann er með svart belti í jiu-jitsu en hefur aldrei unnið bardaga í UFC með uppgjafartaki, hann vill bara standa og sláKelvin Gastelum (9-0-0) gegn Nicholas Musoke (12-2-0, 1NC) – veltivigt (77 kg)Kelvin Gastelum er enn ósigraður og virðist verða betri í hvert skipti sem hann mætir í búrið. Í hans síðasta bardaga mætti hann nokkurs konar spegilmyndi sinni, þ.e. Rick Story. Gastelum sigraði Story á stigum en næsta próf sem mætir honum er alhliðagóður bardagamaður frá Stokkhólmi.3 atriði til að hafa í hugaHann sigraði 17. seríu The Ultimate Fighter, hann var valinn síðastur í lið Chael SonnenHann létti sig úr millivigt í veltivigt eftir að hafa unnið seríunaHann æfir jiu-jitsu í bækistöðvum Eddie Bravo, 10th Planet Jiu-Jitsu Svínn Nicholas Musoke hefur staðið sig vel í sínum fyrstu UFC bardögum. Hann sigraði þá báða en lenti þó í töluverðum vandræðum í bæði skiptin þar sem hann var nánast rotaður áður en hann knúði fram sigur.3 atriði til að hafa í hugaHann sigraði UFC reynsluboltann Alessio Sakara í fyrstu lotu á síðasta áriHann tapaði síðast árið 2011 fyrir Íranum og Íslandsvininum Cathal PendredHann hefur lengi æft með Alexander Gustafsson en hann er einn sá besti í léttþungavigt UFCCezar Ferreira (8-3-0) gegn Andrew Craig (9-2-0) – millivigt (84 kg)Cezar Ferreira hafði unnið sína fyrstu þrjá bardaga í UFC þar til hann var óvænt rotaður í fyrstu lotu af C.B. Dollaway í hans síðasta bardaga. Ferreira er mikið efni en hann fær hér andstæðing sem hann ætti að sigra en getur verið hættulegur sé hann vanmetinn. Texasbúinn Craig hefur unnið þrjá af fimm bardögum sínum í UFC. Það er ekkert eitt sem stendur upp úr hvað hann varðar en hann er seigur og tekur góðar ákvarðanir í búrinu. Hann mun þurfa á öllu sínu að halda á móti Ferreira.3 atriði til að hafa í hugaFerreira er lærlingur Vitor Belfort. Líkt og Vitor hefur hann mikinn sprengikrafti og jiu-jitsuFerreira vann fyrstu seríu af The Ultimate Fighter: BrazilHefði Craig tapað eftir klofinn dómaraúrskurð á móti Chris Leben væri hann búinn að tapa þremur bardögum í röð. MMA Tengdar fréttir Upphitun fyrir UFC Fight Night: Fyrri hluti UFC Fight Night fer fram í San Antonio annað kvöld og verða sex bardagar á dagskrá á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 2. 27. júní 2014 22:30 Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira
Í kvöld fer fram skemmtilegt UFC bardagakvöld þar sem Cub Swanson og Jeremy Stephens eigast við í aðalbardaganum. Sex aðalbardagar kvöldsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við lítum hér á efstu þrjá.Cub Swanson (20-5-0) gegn Jeremy Stephens (23-9-0) – fjaðurvigt (66 kg)Cub Swanson gegn Jeremy Stephens er aðalbardagi kvöldsins. Ekki er barist um titil en sigurvegarinn er líklegur til að skora á ríkjandi meistara sem nú er José Aldo. Báðir þessir kappar eru á mikilli siglingu, Swanson er búinn að vinna fimm bardaga í röð og Stephens þrjá. Cub Swanson er gríðarlega höggþungur og árásargjarn en er góður á öllum vígstöðum bardagans. Hann virðist vera að toppa núna og hefur sigrað 15 af síðustu 20 bardögum með rothöggi. Mikil meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn hjá þessum hæfileikaríka bardagamanni en sigri hann hér í kvöld gæti hann fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir.3 atriði til að hafa í hugaHann hefur sjö sinnum fengið bónus fyrir besta bardaga eða rothögg kvöldsins í UFC og WECHann er með Greg Jackson í horninu sem er með meistaragráðu í herkænskuHann hefur ekki barist í heilt ár vegna meiðsla Jeremy Stephens er líkt og Swanson, höggþungur og árásargjarn svo það má búast við hörku bardaga. Hann barðist áður í léttvigt en eftir að hann færði sig niður í fjaðurvigt hefur hann sigrað alla sína þrjá bardaga þar. Hann er stór í fjaðurvigtinni en eftir að hafa vigtað sig inn sem 145 pund (66 kg) í gær verður hann að eigin sögn í kringum 170 pund (77 kg) í bardaganum í kvöld.3 atriði til að hafa í hugaHann getur rotað með einu höggiÞetta er 19. UFC bardagi Stephens en hann hefur aldrei áður verið í aðalbardaga kvöldsinsHann er með svart belti í jiu-jitsu en hefur aldrei unnið bardaga í UFC með uppgjafartaki, hann vill bara standa og sláKelvin Gastelum (9-0-0) gegn Nicholas Musoke (12-2-0, 1NC) – veltivigt (77 kg)Kelvin Gastelum er enn ósigraður og virðist verða betri í hvert skipti sem hann mætir í búrið. Í hans síðasta bardaga mætti hann nokkurs konar spegilmyndi sinni, þ.e. Rick Story. Gastelum sigraði Story á stigum en næsta próf sem mætir honum er alhliðagóður bardagamaður frá Stokkhólmi.3 atriði til að hafa í hugaHann sigraði 17. seríu The Ultimate Fighter, hann var valinn síðastur í lið Chael SonnenHann létti sig úr millivigt í veltivigt eftir að hafa unnið seríunaHann æfir jiu-jitsu í bækistöðvum Eddie Bravo, 10th Planet Jiu-Jitsu Svínn Nicholas Musoke hefur staðið sig vel í sínum fyrstu UFC bardögum. Hann sigraði þá báða en lenti þó í töluverðum vandræðum í bæði skiptin þar sem hann var nánast rotaður áður en hann knúði fram sigur.3 atriði til að hafa í hugaHann sigraði UFC reynsluboltann Alessio Sakara í fyrstu lotu á síðasta áriHann tapaði síðast árið 2011 fyrir Íranum og Íslandsvininum Cathal PendredHann hefur lengi æft með Alexander Gustafsson en hann er einn sá besti í léttþungavigt UFCCezar Ferreira (8-3-0) gegn Andrew Craig (9-2-0) – millivigt (84 kg)Cezar Ferreira hafði unnið sína fyrstu þrjá bardaga í UFC þar til hann var óvænt rotaður í fyrstu lotu af C.B. Dollaway í hans síðasta bardaga. Ferreira er mikið efni en hann fær hér andstæðing sem hann ætti að sigra en getur verið hættulegur sé hann vanmetinn. Texasbúinn Craig hefur unnið þrjá af fimm bardögum sínum í UFC. Það er ekkert eitt sem stendur upp úr hvað hann varðar en hann er seigur og tekur góðar ákvarðanir í búrinu. Hann mun þurfa á öllu sínu að halda á móti Ferreira.3 atriði til að hafa í hugaFerreira er lærlingur Vitor Belfort. Líkt og Vitor hefur hann mikinn sprengikrafti og jiu-jitsuFerreira vann fyrstu seríu af The Ultimate Fighter: BrazilHefði Craig tapað eftir klofinn dómaraúrskurð á móti Chris Leben væri hann búinn að tapa þremur bardögum í röð.
MMA Tengdar fréttir Upphitun fyrir UFC Fight Night: Fyrri hluti UFC Fight Night fer fram í San Antonio annað kvöld og verða sex bardagar á dagskrá á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 2. 27. júní 2014 22:30 Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Sjá meira
Upphitun fyrir UFC Fight Night: Fyrri hluti UFC Fight Night fer fram í San Antonio annað kvöld og verða sex bardagar á dagskrá á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 2. 27. júní 2014 22:30
Cub Swanson - hvolpurinn með ljónshjartað Cub Swanson mætir Jeremy Stephens í aðalbardaga UFC næstkomandi laugardagskvöld í San Antonio. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 26. júní 2014 19:00