Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 10. júní 2014 15:15 Frá undirrituninni í Hofi í dag. Vísir/Sveinn Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25