Viðskipti erlent

Intel misnotaði stöðu sína

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Intel veitti framleiðendum á tölvum, til dæmis Dell, Lenovo og HP, afslætti gegn því að þeir notuðu einungis eða að mestu leyti örgjafa frá Intel. Þannig misnotaði fyrirtækið með alvarlegum hætti markaðsráðandi stöðu sína og braut gegn ESB og EES samkeppnisreglum, samkvæmt úrskurði Almenna dómstólsins, undirrétt ESB, sem kveðinn var upp í dag.

Intel er gert að greiða rúman milljarð evra í sekt og er það hæsta sekt sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt á fyrirtæki.

Með dómi þessum staðfesti Almenni dómstóllinn niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB um brot Intel og álagða sekt á fyrirtækið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×