Viðskipti erlent

Abramovich fjárfestir í ísraelsku tæknifyrirtæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Roman Abranivich, eigandi Chelsea FC, hefur fjárfest tíu milljónum dala í fyrirtækinu StoreDot. Ísraelska fyrirtækið vinnur að þróun batterí og rafbúnað, eins og sjónvarpsskjái, byggða úr lífrænum efnum.

Fjárfestingin var framkvæmd í gegnum eignahaldsfyrirtækið Millhouse LLC, sem Abramovich á. Þetta er önnur fjárfesting hans í Ísrael, en þar að auki hefur hann fjárfest í ýmsum tæknifyrirtækjum í Rússlandi.

Til stendur að afla StoreDot 20 til 30 milljónum dala á næstu mánuðum sem nota á til að byggja rannsóknarstöð í Bandaríkjunum. Fyrirtækið kynnti í apríl hleðslutæki og batterí sem getur hlaðið Samsung síma á 30 sekúndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×