Ljótasti brúðarbíllinn? Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 11:15 Margir fallegir bílar hafa orðið fyrir valinu til aksturs með nýbökuð brúðhjón. Vafalaust eru skiptar skoðanir um þennan bíl en hann er sérhannaður sem brúðarbíll. Ef giska ætti á í hvaða landi hann fyrirfinnst kæmi Rússland ofarlega í huga, en þar finnst einmitt þessi gripur. Engu að síður er hann í grunninn bandarískur bíll, þ.e. Chrysler PT Cruiser sem klipptur hefur verið í tvennt og útbúið stórt glerrými í miðju hans. Að innan er lúxusinn allsráðandi og þangað væri flestum inn bjóðandi, jafnvel nýbökuðum brúðhjónum. Sjá má útlit þess í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent
Margir fallegir bílar hafa orðið fyrir valinu til aksturs með nýbökuð brúðhjón. Vafalaust eru skiptar skoðanir um þennan bíl en hann er sérhannaður sem brúðarbíll. Ef giska ætti á í hvaða landi hann fyrirfinnst kæmi Rússland ofarlega í huga, en þar finnst einmitt þessi gripur. Engu að síður er hann í grunninn bandarískur bíll, þ.e. Chrysler PT Cruiser sem klipptur hefur verið í tvennt og útbúið stórt glerrými í miðju hans. Að innan er lúxusinn allsráðandi og þangað væri flestum inn bjóðandi, jafnvel nýbökuðum brúðhjónum. Sjá má útlit þess í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent