Massive Attack heillaði Spánverja í síðustu viku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. júní 2014 10:09 Sveitin þótti standa sig frábæra í síðustu viku. Vísir/Getty Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda.
Sónar Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira