Massive Attack heillaði Spánverja í síðustu viku Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. júní 2014 10:09 Sveitin þótti standa sig frábæra í síðustu viku. Vísir/Getty Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sónar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack, sem spilar á Secret Solstice hátíðinni á laugardaginn, fékk mikið lof erlendra fjölmiðla fyrir frammistöðu sína á SonarClub 15 hátíðinni sem fór fram í Barcelona í síðustu viku. Hljómsveitin kom fram á laugardagskvöldinu og er það samdóma álit bandarískra og spænskra fjölmiðla að sveitin hafi verið stórkostleg. Matt Medvert, blaðamaður Billboard, sagði: “Forspilið á lagi þeirra Teardrop sendi áhorfendur í hálfgert móðursýkiskast. Þegar upplífgandi rödd söngkonunnar og mjúkir hljómar byrjuðu að heyrast, brutust út gífurleg fagnaðarlæti á meðal tónleikagesta.” Tryllingur áhorfenda var umfjöllunarefni fleiri fjölmiðla. Paloma Ruiz, blaðamaður spænska miðilsins Melty.es sagði: “Salurinn hreinlega trylltist þegar Massive Attack stigu á svið. Salurinn nötraði við öflugan taktinn er þeir spila lag sitt Risingson og söngur Robert Del Naja var hreint út sagt stórbrotinn.” Diego Penzo Vivas, blaðamaður El Universal á Spáni tók í sama streng: „Flutningur Massive Attack var stórkostlegur, dáleiðandi og tignarlegur og hélt áhorfendum spenntum frá upphafi til enda. Það var auðvelt að sjá ánægjuna á andliti tónleikagesta, þetta var frábær skemmtun.“ Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og kemur fram á laugardagskvöldinu, á aðalsviði hátíðarinnar. Massive Attack var stofnuð árið 1988 í borginni Bristol á Englandi. Sveitin hefur unnið til fjölda verðlauna, þar með talið tveggja verðlauna á MTV tónlistarhátíðinni. Plötur sveitarinnar hafa selst vel, yfir 11 milljónir hafa selst um allan heim. Meðmlimir sveitarinnar eru Robert Del Naja og Grant Marshall. Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið Teardrop, sem hefur notið gífurlegra vinsælda.
Sónar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira