Gunnar Nelson orðinn pabbi: „Það eru allir í skýjunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 12:34 Hér eru Gunnar og Auður saman. Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira