Gunnar Nelson orðinn pabbi: „Það eru allir í skýjunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 12:34 Hér eru Gunnar og Auður saman. Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærastan hans Auður Ómarsdóttir eignuðust dreng í fyrradag. Hann vó tæpar 12 merkur og kom í heiminn aðeins á undan áætlun. Auður tilkynnti vinum sínum á Facebook um fæðinguna og sagði: „Foreldrarnir að rifna úr stolti og ást.“ Auður er myndlistarkona og leikkona og hefur æft bardagaíþróttir af kappi við hlið kærasta síns í Mjölni síðustu ár. Hún var í viðtali í Fréttablaðinu og Vísi í mars og sagði þá: „Bardagalistir eru eins og myndlist, maður getur upplifað fullkomið frelsi innan hvors tveggja, líkamlegt og andlegt. Þú ert alltaf að læra og verða betri og að finna leiðir sem henta þér betur, en á sama tíma staddur í algjörri óvissu og spuna. Í slíku sköpunarflæði finnur maður fyrir miklu sjálfstæði sem einstaklingur og það er góð tilfinning,“ segir Auður.Hér má sjá Auði frá því í mars. Hún stundar myndlist og leiklist.„Stemningin er mjög góð,“ segir segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars og einnig nýbakaður afi. „Hann kom í fyrra lagi en hann lítur vel út og það eru allir í skýjunum,“ bætir hann við. Gunnar æfir nú af kappi fyrir bardaga sem fer fram í Dublin þann 19. júlí við Zach Cummings. „Við í Mjölni fáum á morgun til okkar Connor McGregor og John Kavanagh til okkar á morgun og mun Gunnar æfa með þeim fram að bardaga,“ útskýrir Haraldur. McGregor er einnig að berjast í Dublin þann 19. júlí og keppir gegn Cole Miller í stærsta bardaga kvöldsins. „Bardagi Gunnars er næst stærsti bardagi kvöldsins, þannig við verðum með menn úr tveimur stærstu bardögunum að æfa hjá okkur í Mjölni,“ segir Haraldur að lokum.Haraldur Dean og Gunnar eru flottir feðgar. Þeir vinna náið saman. Nú bætist þriðji kappinn í hópinn.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira