Tíu árum á undan Google Stefán Óli Jónsson skrifar 2. júní 2014 09:44 Hér má sjá hvernig gleraugun litu út. Mynd/dyson Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hið stafræna landslag væri eflaust töluvert ólíkt því sem við þekkjum ef fyrirtækið Dyson, sem einna helst er þekkt fyrir þróun á nýstárlegum ryksugum og handþurrkum, hefði ekki ákveðið að leggja frumgerð sína af starfrænum gleraugum á hilluna árið 2001. Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum. Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.Gleraugun hvíldu á spöng sem fór aftur fyrir hnakkann og voru drifin áfram af lítilli tölvu ekki ósvipaðri gamaldags vasadiskói. Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now. Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira