Fótbolti

Kolbeinn á leið frá Ajax

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbeinn og Sölvi Geir Ottesen á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í morgun.
Kolbeinn og Sölvi Geir Ottesen á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í morgun. Vísir/Daníel
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, býst við að yfirgefa félagslið sitt Ajax í sumar en hann hefur verið í herbúðum Hollandsmeistaranna undanfarin þrjú ár.

„Staða mín er í óvissu eins og er. Ég á ár eftir en býst við að fara í sumar. Hvert fer ég? Ég veit það ekki sjálfur. Maður sér bara til hvað gerist,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótbolti.net á æfingu landsliðsins í Þorlákshöfn í dag.

Kolbeinn gekk í raðir Ajax frá AZ Alkmaar sumarið 2011 og hefur skorað 24 mörk í 59 deildarleikjum fyrir liðið. Hann var inn og út úr liðinu á nýliðnu tímabili en festi sig aftur í sessi undir lok leiktíðar og vann Hollandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Landsliðið æfði á Þorlákshafnarvelli í dag en það undirbýr sig nú fyrir vináttuleikinn gegn Eistlandi sem fram fer á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið. Það er síðasti æfingaleikur liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×