Íslenski boltinn

Þór/KA skaust á toppinn

Vísir/Valli
Þór/KA skaust á topp Pepsi deild kvenna með naumum sigri á botnliði Aftureldingar fyrir norðan í dag.

Afturelding komst óvænt yfir stuttu fyrir lok fyrri hálfleik með marki Sigríðar Þóru Birgisdóttir en Akureyringar sneru taflinu við í seinni. Freydís Anna Jónsdóttir kom inná í hálfleik og hún jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Það var svo Arna Sif Ásgrímsdóttir sem skoraði sigurmark Þór/KA um miðbik seinni hálfleiks eftir mikla pressu.

Selfoss vann öruggan sigur gegn ÍA á heimavelli en leiknum lauk með 3-1 sigri Selfyssinga. Guðmunda Brynja Óladóttir kom Selfyssingum yfir en stuttu síðar jafnaði Guðrún Karítas Sigurðardóttir metin.

Dagný Brynjarsdóttir kom Selfyssingum aftur yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áður en Celeste Boureille gerði út um leikinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka með þriðja marki heimamanna.

Selfoss situr í fimmta sæti eftir leiki kvöldsins með sex stig eftir fjóra leiki.



Úrslit:

Þór/KA 2-1 Afturelding

Selfoss 3-1 ÍA



Upplýsingar um markaskorara koma frá Urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×