Nýtt stýrikerfi Apple getur gagnast sykursjúkum Randver Kári Randversson skrifar 3. júní 2014 12:15 Frá kynningu nýja stýrikerfisins í San Francisco í gær. Mynd/AFP Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira