Google fjárfestir í 180 gervitunglum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júní 2014 11:04 Visir/afp Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Google fyrirhugar að fjárfesta í 180 gervihnöttum til að bæta aðgengi heimsbyggðarinnar að internetinu. Þetta kemur fram í frétt Tech Times um málið. Áætlaður kostnaður við kaupin er talinn hlaupa á bilinu einum til þremur milljörðum bandaríkjadala eða 115 til 345 milljörðum íslenskra króna. Gervitunglin munu koma til með að vera á sporbaug um jörðina í minni hæð en önnur gervitungl. Samkvæmt talskonu Google hefur einungis þriðjungur jarðarbúa aðgang að internetinu, þrátt fyrir að það auðveldi daglegt líf manna svo um munar. Rétt eins og keppinautur fyrirtækisins, Facebook, reynir Google nú fullum fetum að auka internetnotkun heimsbyggðarinnar og hafa þau í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að vanþróaðri ríkjum heimsins. Markmiðið er að veraldarvefurinn geti loks farið að bera nafn með rentu. Fyrir ári síðan kynnti Google til sögunnar Project Loon verkefnið sem byggði á notkun sólarorkuknúinna blaðra með það að markmiði að bæta internetaðgengi heimsins en lækkandi gervihnattakostnaður hefur beint fyrirtækinu á fyrrgreinda fjárfestingarbraut.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira