Fótbolti

Kári æfði ekki í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Árnason horfði á í dag.
Kári Árnason horfði á í dag. Vísir/Daníel
Karlalandsliðið í fótbolta æfði í Þorlákshöfn í morgun, annan daginn í röð, en liðið er að undirbúa sig fyrir vináttulandsleikinn gegn Eistlandi sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er miðasala í fullum gangi á miði.is. Þá er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsendingin hefst tíu mínútum fyrir leik.

Kári Árnason, miðvörðurinn öflugi, æfði ekki með liðinu í dag. Hann stóð til hliðar í blíðviðrinu í Þorlákshöfn og ræddi við sjúkraþjálfarann Friðrik Ellert Jónsson. Reyndar tók að rigna og þurfti Kári þá að finna sér úlpu.

Annars æfðu allir með liðinu í dag, þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson sem gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Austurríki vegna meiðsla.

Bæjarbúar í Þorlákshöfn sýndu æfingunni áhuga og mættu nokkrir til að fylgjast með strákunum okkar. Krakkarnir voru eðlilega spenntastir og fengu áritanir hjá landsliðshetjunum áður en æfingin hófst.

Birkir Bjarnason gengur til æfingar eftir að árita fyrir nokkra krakka í Þorlákshöfn í morgun.Vísir/tom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×