Íslenski boltinn

Valskonur á toppinn

Hart var barist á Vodafone-vellinum í kvöld.
Hart var barist á Vodafone-vellinum í kvöld. Vísir/Stefán
Eftir afhroð í seinustu umferð náði FH að halda út í 68. mínútur gegn Stjörnunni í kvöld. Eftir það opnuðust allar flóðgáttir og unnu Stjörnkonur að lokum öruggan sigur.

Það var Harpa Þorsteinsdóttir sem braut ísinn í liði Stjörnunnar en því fylgdu tvö mörk frá Mörtu Carissimi og eitt frá Sigrúnu Ellu Einarsdóttir. FH hefur fengið á sig sautján mörk í síðustu tveimur leikjum eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Valur vann stórveldaslaginn á Vodafone vellinum með góðum kafla í seinni hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik en fjögur mörk létu sjá sig í seinni hálfleik.

Svava Rós Guðmundsdóttir kom Valsliðinu yfir í upphafi seinni hálfleiks en Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin skömmu síðar. Hildur Antonsdóttir kom Val aftur yfir um miðbik seinni hálfleiks áður en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gerði út um leikinn þegar tíu mínútur voru eftir.

Valur situr á toppi Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir með tíu stig, þremur stigum á undan Breiðablik.

Úrslit:

Valur 3-1 Breiðablik

FH 0-4 Stjarnan








Fleiri fréttir

Sjá meira


×