Kaupa búnað til að greina kaldhæðni á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 14:09 Þessi tækni mun eflaust slá í gegn hjá hinum kaldhæðnu á netinu. Mynd/getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira