Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Nýliðarnir stóðu í Svíum Anton Ingi Leifsson á Akranesi skrifar 5. júní 2014 16:28 Eyjólfur Sverrisson. Vísir/Vilhelm Íslenska undir 21 árs landsliðsins beið lægri hlut gegn firnasterku liði Svía á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það voru mörg ný andlit sem fengu að sýna sig og sanna í íslenska landsliðsbúningnum. Alls átta nýliðar voru í byrjunarliði íslenska liðsins og fengu að spreyta sig gegn sterku liði Svía sem var meðal annars skipað leikmönnum frá Liverpool og Arsenal. Íslenska liðið stillti upp nokkuð sókndjörfu liði. Ólafur Karl Finsen og Aron Sigurðarson voru á köntunum og á miðjunni voru þeir Emil Pálsson og Arnór Ingvi Traustason sem eru báðir sókndjarfir leikmenn. Í fremstu víglínu voru þeir Aron Elís Þrándarson og Árni Vilhjálmsson. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, en íslenska liðið spilaði ágætlega. Strákarnir spiluðu sterkan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Sænska liðið var meira með boltann, en náði ekki að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Svíarnir komust yfir rétt fyrir hálfleik á 43. mínútu þegar Isaac Kiese Thelin skoraði með skalla eftir klaufagang í varnarleik Íslands. Fóru gestirnir því með 1-0 forskot inn í hálfleikinn.Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar Íslands, gerðu strax tvær breytingar í hálfleik. Elís Rafn Björnsson og Aron Elís fóru af velli og komu Tómas Óli Garðarsson og Arnþór Ari Atlason inná í þeirra stað. Ekki breyttist leikurinn mikið í síðari hálfleik. Gestirnir voru ívið sterkari og sköpuðu sér betri færi. Bakverðir þeirra voru virkilega sókndjarfir og útkoman voru nokkrar skemmtilegar sóknir. Síðari hálfleikur var afskaplega leiðinlegur í alla staði. Lítið var um færi og lítið af spili hjá báðum liðum. Svíarnir bættu við marki þegar átta mínútur voru eftir þegar Malkolm Moenza skoraði með sinni fyrstu snertingu og gerði hann út um leikinn. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið út úr leiknum í dag er að þeir allir ellefu nýliðar sem voru valdnir í hópinn fengu tækifæri. Átta þeirra í byrjunarliðinu og þrír komu inná. Mikilvæg reynsla fyrir þá og nú hafa þjálfarar liðsins úr betri stærri hóp að velja.Bergsveinn Ólafsson spilaði virkilega vel í hjarta varnarinnar, þó hann hefði mögulega getað gert betur í markinu er erfitt að kenna honum alfarið um það. Hann bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og spilaði vel. Markvörður íslenska liðsins Frederik August Albrecht Schram, sem var að leika sinn fyrsta U-21 árs landsleik, fór af velli meiddur eftir rúman hálftíma, en hann virtist lenda illa á öxlinni þegar hann reyndi að handsama eina af hornspyrnum Svía. Eyjólfur: Vorum ekki nógu samstilltir„Þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum ekki alveg nógu samstilltir sem er kannski ekki skrýtið því við erum einungis búnir að æfa þrisvar sinnum saman," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við fjölmiðla eftir tapið. „Það vantaði taktinn í þetta hjá okkur. Við vorum óþolinmóðir í fyrri hálfleik, of fljótir að tapa boltanum. Við gerðum það nokkrum sinnum vel að halda boltanum og gerðum það þá vel, en það vantaði dálítið uppá það að vera þolinmóðir bæði í varnar- og sóknarleiknum." „Svíarnir voru mjög sterkir. Þeir voru mjög öflugir, en eins og ég segi það eru margir nýliðar og við erum búnir að æfa lítið saman." Eyjólfur var ánægður með nýliðana en alls spiluðu ellefu nýliðar leikinn í kvöld: „Nýliðarnir stóðu stig sig vel. Ásgeir var virkilega góður í vörninni og Bergsveinn. Það var mjög gaman að sjá þessa stráka spila og þetta fer í reynslubankann. Það eru einmitt svona leiki sem gefur gífurlega mikið og þá sjá þessir strákar hvernig alþjóðarfótbolti er." „Við vorum í vandræðum með Svíana. Þeir komu mikið upp með bakverðina og það var gífurleg hreyfing á þeim á miðjunni. Við vorum ekki nógu samstilltir og um leið og þeir voru að ná valdi á boltanum þá vorum við að setja pressu, en það var bara of seint." Aðspurður hvernig framhaldið myndi leggjast í Eyjólf var hann nokkuð bjartsýnn. „Það leggst vel í mig, í kvöld náðum við að skoða fullt af strákum og það var markmiðið fyrir leikinn. Við eigum leik gegn Armenum hér heima næst og við verðum að vinna hann. Ef við vinnum hann þá eigum við alla möguleika að komast í umspil," sagði Eyjólfur. Bergsveinn: Markmiðið er að vera í hópnum í haust„Svíarnir voru drullugóðir. Við reyndum og við börðumst. Við breyttum aðeins í hálfleik og þá gerðum við þetta erfiðara fyrir þá og auðveldara fyrir okkur. Þetta var ekki alveg að virka í fyrri hálfleik," sagði Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Íslands, sem átti fínan leik fyrir Ísland í kvöld. Bergsveinn var ósáttur með sjálfan sig í fyrra markinu sem Ísland fékk á sig rétt fyrir hálfleik. „Ég verð að taka þetta mark á mig. Hann át mig í skallaeinvíginu og það er alltaf slæmt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik." „Þegar við náðum að halda honum þá gerðum við góða hluti. Það gerðist ekki oft, því þeir settu pressu á bakverðina okkar en jákvætt er að við rifum okkur upp í síðari halfleik. Við fórum aðeins aftar með liðið og þeir voru ekki að yfirspila okkur jafn mikið og í fyrri hálfleik fannst mér." Bergsveinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í kvöld. „Það er ánægjulegt að hafa spilað sinn fyrsta landsleik og ég er stoltur af því. Vonandi hefur maður staðið sig það vel að maður geri tilkall í næsta hóp, því það er markmiðið." „Ef ég held áfram að standa mig vel í Pepsi-deildinni hlýt ég að gera tilkall og það er markmiðið að vera í hópnum í haust," sagði Bergsveinn við Vísi í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Íslenska undir 21 árs landsliðsins beið lægri hlut gegn firnasterku liði Svía á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Lokatölur urðu 2-0 og komu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það voru mörg ný andlit sem fengu að sýna sig og sanna í íslenska landsliðsbúningnum. Alls átta nýliðar voru í byrjunarliði íslenska liðsins og fengu að spreyta sig gegn sterku liði Svía sem var meðal annars skipað leikmönnum frá Liverpool og Arsenal. Íslenska liðið stillti upp nokkuð sókndjörfu liði. Ólafur Karl Finsen og Aron Sigurðarson voru á köntunum og á miðjunni voru þeir Emil Pálsson og Arnór Ingvi Traustason sem eru báðir sókndjarfir leikmenn. Í fremstu víglínu voru þeir Aron Elís Þrándarson og Árni Vilhjálmsson. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað, en íslenska liðið spilaði ágætlega. Strákarnir spiluðu sterkan varnarleik og gáfu fá færi á sér. Sænska liðið var meira með boltann, en náði ekki að skapa sér nein afgerandi marktækifæri. Svíarnir komust yfir rétt fyrir hálfleik á 43. mínútu þegar Isaac Kiese Thelin skoraði með skalla eftir klaufagang í varnarleik Íslands. Fóru gestirnir því með 1-0 forskot inn í hálfleikinn.Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson, þjálfarar Íslands, gerðu strax tvær breytingar í hálfleik. Elís Rafn Björnsson og Aron Elís fóru af velli og komu Tómas Óli Garðarsson og Arnþór Ari Atlason inná í þeirra stað. Ekki breyttist leikurinn mikið í síðari hálfleik. Gestirnir voru ívið sterkari og sköpuðu sér betri færi. Bakverðir þeirra voru virkilega sókndjarfir og útkoman voru nokkrar skemmtilegar sóknir. Síðari hálfleikur var afskaplega leiðinlegur í alla staði. Lítið var um færi og lítið af spili hjá báðum liðum. Svíarnir bættu við marki þegar átta mínútur voru eftir þegar Malkolm Moenza skoraði með sinni fyrstu snertingu og gerði hann út um leikinn. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið út úr leiknum í dag er að þeir allir ellefu nýliðar sem voru valdnir í hópinn fengu tækifæri. Átta þeirra í byrjunarliðinu og þrír komu inná. Mikilvæg reynsla fyrir þá og nú hafa þjálfarar liðsins úr betri stærri hóp að velja.Bergsveinn Ólafsson spilaði virkilega vel í hjarta varnarinnar, þó hann hefði mögulega getað gert betur í markinu er erfitt að kenna honum alfarið um það. Hann bjargaði nokkrum sinnum með góðum tæklingum og spilaði vel. Markvörður íslenska liðsins Frederik August Albrecht Schram, sem var að leika sinn fyrsta U-21 árs landsleik, fór af velli meiddur eftir rúman hálftíma, en hann virtist lenda illa á öxlinni þegar hann reyndi að handsama eina af hornspyrnum Svía. Eyjólfur: Vorum ekki nógu samstilltir„Þetta var erfitt hjá okkur í dag. Við vorum ekki alveg nógu samstilltir sem er kannski ekki skrýtið því við erum einungis búnir að æfa þrisvar sinnum saman," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, við fjölmiðla eftir tapið. „Það vantaði taktinn í þetta hjá okkur. Við vorum óþolinmóðir í fyrri hálfleik, of fljótir að tapa boltanum. Við gerðum það nokkrum sinnum vel að halda boltanum og gerðum það þá vel, en það vantaði dálítið uppá það að vera þolinmóðir bæði í varnar- og sóknarleiknum." „Svíarnir voru mjög sterkir. Þeir voru mjög öflugir, en eins og ég segi það eru margir nýliðar og við erum búnir að æfa lítið saman." Eyjólfur var ánægður með nýliðana en alls spiluðu ellefu nýliðar leikinn í kvöld: „Nýliðarnir stóðu stig sig vel. Ásgeir var virkilega góður í vörninni og Bergsveinn. Það var mjög gaman að sjá þessa stráka spila og þetta fer í reynslubankann. Það eru einmitt svona leiki sem gefur gífurlega mikið og þá sjá þessir strákar hvernig alþjóðarfótbolti er." „Við vorum í vandræðum með Svíana. Þeir komu mikið upp með bakverðina og það var gífurleg hreyfing á þeim á miðjunni. Við vorum ekki nógu samstilltir og um leið og þeir voru að ná valdi á boltanum þá vorum við að setja pressu, en það var bara of seint." Aðspurður hvernig framhaldið myndi leggjast í Eyjólf var hann nokkuð bjartsýnn. „Það leggst vel í mig, í kvöld náðum við að skoða fullt af strákum og það var markmiðið fyrir leikinn. Við eigum leik gegn Armenum hér heima næst og við verðum að vinna hann. Ef við vinnum hann þá eigum við alla möguleika að komast í umspil," sagði Eyjólfur. Bergsveinn: Markmiðið er að vera í hópnum í haust„Svíarnir voru drullugóðir. Við reyndum og við börðumst. Við breyttum aðeins í hálfleik og þá gerðum við þetta erfiðara fyrir þá og auðveldara fyrir okkur. Þetta var ekki alveg að virka í fyrri hálfleik," sagði Bergsveinn Ólafsson, miðvörður Íslands, sem átti fínan leik fyrir Ísland í kvöld. Bergsveinn var ósáttur með sjálfan sig í fyrra markinu sem Ísland fékk á sig rétt fyrir hálfleik. „Ég verð að taka þetta mark á mig. Hann át mig í skallaeinvíginu og það er alltaf slæmt að fá á sig mark rétt fyrir hálfleik." „Þegar við náðum að halda honum þá gerðum við góða hluti. Það gerðist ekki oft, því þeir settu pressu á bakverðina okkar en jákvætt er að við rifum okkur upp í síðari halfleik. Við fórum aðeins aftar með liðið og þeir voru ekki að yfirspila okkur jafn mikið og í fyrri hálfleik fannst mér." Bergsveinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir U-21 árs landsliðið í kvöld. „Það er ánægjulegt að hafa spilað sinn fyrsta landsleik og ég er stoltur af því. Vonandi hefur maður staðið sig það vel að maður geri tilkall í næsta hóp, því það er markmiðið." „Ef ég held áfram að standa mig vel í Pepsi-deildinni hlýt ég að gera tilkall og það er markmiðið að vera í hópnum í haust," sagði Bergsveinn við Vísi í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira