Fengu tilboð vegna tölvubúnaðar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 16:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15