Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:12 Sveinbjörg greiðir atkvæði í dag. Vísir/Pjetur „Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30