Viðskipti erlent

Facebook mun opinbera kjósendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum.
Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum. VISIR/AFP
Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið.

Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár.

Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina.

Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra.

Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar.

Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut.

Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook.

Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×