Skorar á oddvita sinn að hlekkja sig við gröfu Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2014 13:15 Áslaug María Friðriksdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttur háðu hörkurimmu á Twitter þar til Halldór Halldórsson skakkaði leikinn Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Frambjóðendur til borgarstjórnar Reykjavíkur, Þær Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi, lentu í snarpri rimmu á Twitter í morgun. Áslaug María Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki, skoraði á Halldór Halldórsson, oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum. Tilefni þessara orða hennar var umræða í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Þar komu oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ræddu borgarmálin og aðdraganda kosninga. Halldór Halldórsson talaði þar um að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum væru afar slæmar. Borgin ætti ekki að taka þátt í að byggja leiguhúsnæði og hlutast til um leiguverð á opnum markaði. Skora á Halldór að hlekkja sig við gröfu til að vekja athygli á vondum tillögum meirihlutans í húsnæðismálum @HalldorRvk — Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014Skilvirkasta leiðin ef frá er talin loftárás Halldór sagði: „Þessi leið er skilvirkasta leið til að eyðileggja borg, það er reyndar ein skilvirkari og það er loftárás. Mér finnst þetta mjög slæmar tillögur sem munu koma sér illa fyrir borgarbúa. Það liggur við að Þegar Dagur fer af stað með fyrstu gröfuna að þá verði ég að hlekkja mig við hana til að koma í veg fyrir þetta.“ Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, svaraði Áslaugu um hæl á Twitter og spurði hana hvort það muni vera sama grafa og hann notaði til að grafa eigin gröf í viðtalinu á Bylgjunni.@aslaugf @HalldorRvk Er það sama grafa og hann notaði til þess að grafa sína eigin gröf í viðtalinu?— Kristín Soffía (@KristinSoffia) May 20, 2014 Skreyta sig með stolnum fjöðrum Áslaug María telur húsnæðistillögur Samfylkingarinnar byggja á sandi og að allt tal um að lofa almennum leiguíbúðum sé blekkingarleikur Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Húsnæðismál hafa mikið verið í umræðunni í kosningabaráttunni í Reykjavík. Áslaug segir í samtali við Vísi að ætlunin sé að skreyta sig með stolnum fjöðrum. „Ásetningur meirihlutans er að vaða inn á samkeppnismarkað með almennar leiguíbúðir, það voru loforðin þar sem þau ætluðu að niðurgreiða eftir mjög óskýrum leiðum húsnæði til að lækka leiguverð. Þetta er allt mjög loðið og óskýrt. Svo eru þau að hreykja sér að því að hér séu að fara í gang uppbygging á 2500 íbúðum fyrir aldraða og stúdenta, þetta er ekkert meirihluta Reykjavíkurborgar að þakka. Hér er verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum." @KristinSoffia @HalldorRvk Sama grafarlag og var undir þegar kom í ljós að húsnæðistillögurnar ykkar byggja á sandi.— Áslaug Friðriksd (@aslaugf) May 20, 2014 Eftir snarpar umræður þeirra á milli steig Halldór Halldórsson fram, sem betur þekktur er sem Dóri DNA, og bað stöllurnar um að færa umræðuna upp á örlítið hærra plan. @aslaugf @KristinSoffia @HalldorRvk Má ekki færa þessar umræður upp á örlítið hærra plan? #struggle— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 20, 2014 Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningum má finna á kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira