Klúður í Kópavogi: Kjörstjórn ruglaðist á A og Æ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2014 13:56 Eldri hjón sem kusu utankjörstaða í Kópavogi skrifuðu A en ekki Æ á sinn kjörseðil og eru afar óhress. Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira
Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira