Klúður í Kópavogi: Kjörstjórn ruglaðist á A og Æ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2014 13:56 Eldri hjón sem kusu utankjörstaða í Kópavogi skrifuðu A en ekki Æ á sinn kjörseðil og eru afar óhress. Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þeim hjá Bjartri framtíð í Kópavogi hefur borist til eyrna að embætti Sýslumannsins í Kópavogi sé ekki með réttan bókstaf hjá framboðinu þeirra er varðar varðandi utankjörstaðaatkvæði. „Þetta hafi þrír mismunandi aðilar staðfest við okkur. Þeir hafi fengið bókstafinn A en á fundi kjörstjórnar í Kópavogi 10. maí s.l. samþykkti kjörstjórnin að Björt framtíð í Kópavogi (og reyndar framboð Bjartrar framtíðar um allt land) fengi bókstafinn Æ,“ segir í bréfi sem Andrés Pétursson formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar í Kópavogi sendi Vísi. „Björt framtíð í Kópavogi hefur farið fram á það við embættið að það kippi þessu í liðinn strax til að fyrirbyggja misskilning. Eldri hjón sem komu að kjósa utankjörstaða í gær voru til dæmis mjög óhress með þetta mál.“ Björt framtíð í Kópavogi lýsir yfir undrun á þessu vinnulagi og hvetur sýslumanninn til að vera í betra sambandi við kjörstjórnina í bænum.Theodóra S. Þorsteinsdóttir er efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Kópavogi segir þetta alveg einstaklega óþægilegt. Þau hafa fengið það staðfest frá þremur einstaklingum sem vildu kjósa Bjarta framtíð utan kjörstaða að þeir hafi, samkvæmt upplýsingum kjörstjórnar, skrifað bókstafinn A á auðan kosningaseðilinn en ekki Æ. „Við viljum vita hvað verður um þessi atkvæði – hvort þau gildi sem Æ,“ segir Theodóra. Ekki er vitað hversu mörg atkvæði er um að ræða. Theodóra segir að það liggi fyrir að það sé á ábyrgð hvers kjósenda að vita hvaða staf hann eigi að skrifa niður en það sé ótækt að kjósendur fái rangar upplýsingar um það á kjörstað. Spurð hvort Björt framtíð geti ekki sjálfum sér um kennt, að hafa ekki verið duglegri við að auglýsa sinn staf, segir Theodóra það vel mega vera. En, hægara er um að tala en í að komast. „Það var ekki ljóst fyrr en 10. maí hvort við fengjum Æ eða ekki. 13. maí bar þeim þá, kjörstjórn, að birta upplýsingar um það á heimasíðu sinni. Það var ekki búið þá og er ekki búið enn. Þetta er mjög óþægilegt.“ Þau hjá Bjartri framtíð hafa rætt málið við sýslumanninn í Kópavogi og bæjaryfirvöld og verið er að skoða málið sem enn ríkir veruleg óvissa um.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira