Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun funda um stöðu flokksins í Reykjavík í hádeginu í dag.
Mbl greindi frá því fyrir skömmu að á dagskrá fundarins sé umræða um hvort oddvitinn, Halldór Halldórsson, eigi að segja af sér.
Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, segir í samtali við Vísi að þessi fundur sé ekki boðaður sérstaklega til að ræða stöðu Halldórs.
„Við erum með vikulega fundi til að ræða stöðuna í kosningabaráttunni. Þessi fundur er ekki boðaður til að ræða Halldór sérstaklega en við munum að sjálfsögðu ræða stöðuna eins og hún er er hjá flokknum í dag,“ segir Óttar.
Heimildir Vísis herma að meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi komið upp sú krafa að Halldór stígi til hliðar, þó fundurinn í dag hafi ekki verið boðaður sérstaklega til þess.
Krafa um að Halldór stígi til hliðar
Andri Ólafsson skrifar
