Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Björn Jón fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirihluta komnar. Vísir/Aðsend/HAG „Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Þetta er rangt. Þetta er mynd úr drögum að aðalskipulaginu. Ef hún er ekki þar lengur, þá hefur hún bara verið tekin út.“ Þetta hefur Björn Jón Bragason, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að segja um þá fullyrðingu borgaryfirvalda í gær að mynd sem sýnir fyrirhugaða blokkabyggð við Suðurlandsbraut sé ekki frá þeim komin. „Myndin er fengin frá borginni, það er alveg klárt mál,“ segir Björn. „Þetta er mynd sem var á netinu þegar það var verið að kynna drög að aðalskipulaginu.“ Björn er einn þeirra sem gagnrýnt hefur aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir að gera ráð fyrir byggingu meðfram austanverðri Suðurlandsbraut. Hann skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir á svæðinu muni loka fyrir útsýni til norðurs. Hann gefur lítið fyrir tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar sem segir að hugmyndir um byggingu á svæðinu samrýmist ekki aðalskipulagi, sem geri ráð fyrir þrengingu mögulegs uppbyggingarsvæðis frá fyrra skipulagi. „Ég las þennan pistil, sem er auðvitað bara pólítík,“ segir Björn. „Það er bara útúrsnúningur að segja að það hafi verið gert ráð fyrir þessu alla tíð. Þetta hefur tvisvar verið reynt áður, að borgarstjórnarmeirihluti hafi gert ráð fyrir byggingu á þessu svæði. Það var 1979, í tíð vinstrimeirihluta, og það var tvisvar í tíð R-listans. Í öll skiptin var Sjálfstæðisflokkurinn á móti. Og það þýðir ekkert að segja núna að það hafi verið inni á aðalskipulagi alla tíð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei áformað neina byggingu á þessu svæði, það hafa hins vegar vinstriflokkarnir gert.“ Björn segir að borgarráð hafi kynnt þessar tillögur í hverfisráði nýverið og að þar hafi þær mætt mótstöðu íbúa. „Þá var talað um það að þarna ættu að vera sex hæða blokkir. Það var bara vegna mótstöðu hverfisráðs sem þessu var breytt. Það var líka talað um að það yrði vegur þarna fyrir neðan, þannig að þá er allur skógur farinn og þú ert kominn langt inn á dalinn.“ Hann segir borgaryfirvöld ekki vilja kannast við þessar hugmyndir nú, einfaldlega vegna þess að þær séu óvinsælar. „Borgaryfirvöld eru bara á harðahlaupum undan eigin aðalskipulagi.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52