Framleiðslustopp hjá Saab vegna fjárskorts Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 14:30 Í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent