Framleiðslustopp hjá Saab vegna fjárskorts Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 14:30 Í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent
Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent