Hvers vegna stjórnmálaflokkur? Gísli Halldór Halldórsson skrifar 22. maí 2014 17:03 Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Halldór Halldórsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því í gegnum tíðina að fólk leggur mjög ólíka merkingu í þátttöku í stjórnmálaflokkum. Dæmigerð skilgreining á stjórnmálaflokkum er að þeir séu samtök fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum með því að ná pólitískum áhrifum og beita þeim. Fólk er í stjórnmálaflokkum af ólíkum ástæðum. Sumir vilja bæta samfélagið, aðrir vilja berjast fyrir sínum prívat hagsmunum, einhverjir telja flokksvistina ættarskyldu sína – nánast arfgenga, svo eru einhverjir sem vilja bara vera í liðinu – svona eins og í fótboltanum, en er alveg sama um stjórnmál. Sjálfur lít ég á þátttöku mína í stjórnmálaflokki sem vettvang til að vinna að betra samfélagi eftir ákveðnum grundvallar hugsjónum. Flokkar geta auðvitað haft önnur markmið en betra samfélag. Þar að auki lítur hver sínum augum á silfrið og því getur fólk upplifað sama stjórnmálaflokkinn og markmið hans með mjög ólíkum hætti.FóstbræðralagiðEinhverjir virðast líta á flokka sem einskonar fóstbræðralag, eins og blóði sé blandað og flokkinn skuli verja út í rauðan dauðann – taka þá jafnvel ekkert tillit til þess þó flokkurinn vinni gegn félögum sínum eða samfélagi. Fyrir þessu fólki er það jafnvel heilög skylda að vera í flokknum, kjósa hann – alveg sama hvað hann býður upp á. Ég hef stundum á tilfinningunni að þeir sem reyna að blása öðrum þessi blóðbönd í brjóst beri enga sérstaka virðingu fyrir því að flokksmenn allir komi að stefnumótun flokksins. Áhrifamesta fólkið í stefnumótun stjórnmálaflokka er ekkert endilega allt að hugsa um þetta „fóstbræðralag“. Það getur þess vegna verið hugsa um hugðarefni sín eða hagsmuni, án tillits til þess hvort flokkurinn standi sterkari eða veikari eftir. Maður hefur heyrt um að fólk hafi verið skráð í flokk án sinnar vitundar, þó ég telji það heyra til mikilla undantekninga og kannski hefur það ekki gerst í tugi ára. Sjálfur hef ég hinsvegar fylgst með því hvernig fólki er smalað inn í flokka. „Ekkert mál. Skráir þig bara úr flokknum eftir prófkjör – bara eftir helgina.“ Hvað verður um fóstbræðralagið þá? Hve dýr eru böndin?Áhrifaöfl í flokkumÚtgerðarmenn hafa margir verið í mjög sérstakri stöðu vegna þess hve óheppilegt og misheppnað kvótakerfi er í fiskveiðum í landinu. Útgerðarmenn eru ekki verri eða betri en annað fólk, þeir eru mikilvægur þáttur í þeim þráðum sem landið okkar er ofið úr, atvinnulífi og samfélagi. Margir útgerðarmenn hafa þó að mínu mati misnotað Sjálfstæðisflokkinn í þágu útgerðanna. Það fólk hefur nánast farið með flokkinn eins og gólftusku, skemmt flokkinn. Þeir halda sumir að ég sé að eyðileggja partýið, en það er akkúrat þveröfugt.Ævin í stjórnmálumÉg þekki ekki mína framtíð í stjórnmálum og stjórnmálaflokkum, það verður hinsvegar aldrei þannig að ég telji mig æviráðinn í stjórnmálaflokk. Ef flokkur hefur á endanum ekki þau samfélagslegu markmið sem ég tel þörf á að vinna að þá hlýt ég að snúa mér annað.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar