Innlent

Hjördís áfrýjar ekki

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hjördís Svan vill fá að afplána dóminn á Íslandi.
Hjördís Svan vill fá að afplána dóminn á Íslandi.
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mun ekki áfrýja dómi danskra dómstóla, en hún var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Rúv greinir frá þessu.

Í samtali við Rúv segir Thoas Berg, lögmaður hennar, að Hjördís hafi komist að þessari niðurstöðu vegna þess að það hefði tekið þrjá til fjóra mánuði að fá endanlegan dóm í málinu en hún vilji komast heim eins fljótt og mögulegt er og fá að afplána dóminn hérlendis. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar. 

Stúlkurnar þrjár eru enn á Íslandi en Hjördís vill reyna að afstýra því að þær verði sendar út til föðurs síns.

Barnsfaðir Hjördísar, Kim Laursen, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi vegna málsins eins og greint var frá fyrr í mánuðinum.

Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föðurs síns á næstu vikum í apríl en þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Dætur Hjördísar fara til Danmerkur

Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku.

Saksóknari hefur áfrýjað

Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald.

Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur

Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress.

Sýndu Hjördísi stuðning

Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi.

Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn

Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×