Bara fyrsta skref af mörgum Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 16:41 Fulltrúar Reykjavíkurborgar segja að myndin úr aðalskipulagi lýsi engan veginn stefnu borgarinnar. Vísir/Aðsend/Vilhelm Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira
Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um byggð við Suðurlandsbraut og myndir úr aðalskipulagi sem sýna mögulega byggð við götuna lýsa engan veginn nógu vel stefnu borgarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. Tölvugerð mynd sem sýnir blokkabyggð meðfram austanverðri Suðurlandsbraut hefur farið víða á netinu undanfarið og ýmsir gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að áforma byggingu á svæðinu. Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði meðal annars harðorða grein í Morgunblaðið fyrr í mánuðinum þar sem hann kallar byggingu á svæðinu „umhverfisslys“ og að blokkir meðfram götunni muni loka fyrir útsýni til norðurs. „Myndin sem Björn Jón notar lýsir ekki bindandi stefnu borgarinnar,“ segir Haraldur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. „Það þarf að passa sig á því þegar aðalskipulagið er lesið að öll kort sem lýsa bindandi stefnu eru sérmerkt. Þessari mynd var varpað upp á kynningarfundi í Laugardalnum á sínum tíma, bara til að vekja umræðu.“Fólk ruglar saman skipulagsstigum Hann segir að myndin sé vissulega fengin úr aðalskipulagi borgarinnar, en að það þýði þó engan veginn að hún sýni fyrirætlanir borgarstjórnar. „Aðalatriðið í þessu, finnst mér, er að fólk er að rugla saman skipulagsstigunum,“ segir Haraldur. „Aðalskipulag lýsir í raun bara heimildum um landnotkun og mögulega byggð en síðan er það til ákvörðunar í deiliskipulagi hvernig byggðin lítur út. Og hversu mikil hún verður og hvort það verði yfir höfuð af henni. Það eru hlutir í aðalskipulaginu sem verða aldrei að veruleika, bara af því að menn skoða málin betur þegar þetta fer í deiliskipulag.“ Hann ítrekar þær fullyrðingar sem birtust á vef Reykjavíkurborgar fyrir stuttu um að möguleg byggð yrði lágreist, með opnum sjónásum til dalsins og að hún myndi ekki teygjast inn á útivistarsvæði Laugardalsins. „Það sem veldur misskilningi er það að það eru teiknaðar upp myndir, til að sýna möguleika,“ segir hann. „Það er ekki hlutverk aðalskipulags að festa útlit bygginga. Þessi mynd var bara höfð með sem viðbótarfróðleikur.“ Hann segir þó að hugtakið „falsmyndir“ sem var notað í frétt Reykjavíkurborgar hafi ekki átt við myndina úr deiliskipulaginu sem var meðal annars höfð með grein Björn Jóns. Þær hafi átt við myndir sem eru meðal annars notaðar með grein Vilhjálms Þórs Svanssonar lögfræðings sem birtist á Pressunni í gær. „Þetta eru mjög villandi myndir,“ segir Haraldur. „Ég veit ekki hver gerir þær myndir, en þær eru mjög villandi. Byggðin er sýnd sem samfelldur húsveggur. Það er engan veginn hugmynd borgarinnar.“Ofboðslega aum pólítík Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, segir að það að dreifa myndum sem þessum sýni engan veginn hvernig mögulegar byggingar gætu litið út á endanum. „Þetta er bara fyrsta skref af mörgum,“ segir Heiða Kristín. „Þetta er svo miklu flóknara en að það séu bara einhverjir fábjánar á skrifstofum sem ætla að planta niður einhverjum steypuklumpum.“ Hún kallar það „auma pólítík“ að verið sé að gagnrýna skipulagsstefnu borgarstjórnar út frá þessum myndum. „Þetta er náttúrulega að koma úr ákveðinni átt og þetta er ofboðslega aum, gömul pólítík,“ segir hún. „Það er vika í kosningar og nú á að henda fram alls konar „horror“-myndum um einhverja steypuklumpa í Laugardalnum.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52 Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Sjá meira
„Falsmyndir“ af byggð í Laugardalnum Reykjavíkurborg segir hugmyndir um mögulega blokkabyggð við Suðurlandsbraut ekki fengna úr nýju aðalskipulagi. 22. maí 2014 09:52
Segir borgaryfirvöld á hlaupum frá eigin skipulagi Björn Jón Bragason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fullyrðir að hugmyndir um blokkabyggð við Suðurlandsbraut séu frá borgarmeirilhluta komnar. 22. maí 2014 11:43