Orðsending frá Dögun til lesenda Fréttablaðsins Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 24. maí 2014 17:13 Fréttablaðið heldur uppteknum hætti og hunsar Dögun í Reykjavík í daglegri úttekt um ýmis mál, tengdum borgarrekstrinum og afstöðu annarra framboða. Því höfum við brugðið á það ráð að fjalla um sömu mál hér á vefmiðlinum vísir.is. Kunnum við þakkir fyrir að sá miðill skuli vera okkur opinn. Fáir munu vilja ljá okkur lið ef við eigum þess ekki kost að koma stefnumálum okkar og útfærslum á framfæri. Ekki trúi ég öðru en einhverjum lesendum Fréttablaðsins þyki þeir vera hlunnfarnir að fá ekki að kynnast sjónarmiðum allra framboða. Umfjöllun dagsins eru fjármál borgarinnar. Þar hefur Dögun í Reykjavík mótað ákveðnar áherslur bæði hvað varðar útgjöld og tekjur.Félagsbústaðir hf. er stöndugt fyrirtæki í eigu borgarinnar með yfir 2200 íbúðir og 19 milljarða eiginfjárstöðu. Uppbygging mikils fjölda íbúða á þeirra vegum verður að mestu fjármögnuð með lánum. Þess utan leggur Dögun í Reykjavík áherslu á að aðrar stofnframkvæmdir verði að mestu leyti látnar bíða á meðan svarað verður gríðarlegri eftirspurn eftir félagslegu húsnæðiÁ meðan innheimt er gjald fyrir grunnþjónustu á borð við leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir vill Dögun í Reykjavík tekjutengja gjaldskrár þannig að lágtekju- og millitekjuhópar borgi minna.Með því að tekjutengja frístundakortið verður börnum efnaminni foreldra auðveldað að stunda íþróttir og tómstundir.Með því að selja bílastæðahús borgarinnar og láta andvirðið renna í samgöngusjóð er hægt að styrkja almenningssamgöngur verulega. Reikna má með því að sala bílastæðahúsa gefi á fjórða milljarð króna til borgarinnar. Tillaga sem gerir þetta mögulegt rataði inn í samgöngufrumvarp sem enn er óafgreitt. Markaðsvæðing bílastæðahúsanna mun að öllum líkindum verða til þess að bílastæðagjöld í miðbænum hækka. Samkvæmt tillögum okkar flyst opinber stuðningur í samgöngumálum frá einkabílnum og yfir á almenningssamgöngur.Borgin hefur á undanförnum árum útvistað margvíslegri þjónustu og verkefnum, selt tæki og búnað og leigt aftur. Þetta hefur í mörgum tilfellum haft aukinn kostnað og óöryggi varðandi þjónustu í för með sér. Dögun í Reykjavík vill að borgin eignist aftur bíla, tæki og búnað og að Vélamiðstöð og Trésmiðja borgarinnar verði endurreist. Einnig taki borgin yfir tryggingar, ræstingar og flesta aðra þjónustu sem hefur verið úthýst. Mun þetta hafa mikið hagræði í för með sér þar sem stærðarhagkvæmnin er mikil, auk þess að fjölga störfum á vegum borgarinnar.Dögun í Reykjavik vill stofna banka í eigu Reykjavíkurborgar sem rekinn verður til hagsbóta fyrir borgarbúa. Ágóðinn verði nýttur til að greiða að hluta til fyrir útgjöld borgarinnar og hún geti sótt þangað lánsfé á hagstæðum kjörum. Einnig verði möguleiki á að endurfjármagna dýr lán.Dögun í Reykjavík vill að allir íbúar borgarinnar, sem það geta, greiði til borgarsamfélagsins. Þess vegna mun framboðið vinna að því að hluti fjármagnstekjuskatts fólks með háar tekjur, renni til sveitarfélagsins. Dögun í Reykjavík vill minnka miðstýringu borgarinnar til muna og auka á dreifstýringu. Þetta hefði það í för með sér að allt sem tilheyrir nærumhverfinu, flyttist til hverfanna. Þetta var gert í Osló og þar í borg sögðu ráðamenn að það hefði haft í för með sér 10% hagræðingu fyrir borgina, sem fyrst og fremst var rakin til þess að nærumhverfið fór betur með fé. Dögun í Reykjavík vill að Reykjavíkurborg styðji við hvers kyns samvinnurekstur íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að möguleikar rafrænnar stjórnsýslu og rafræns lýðræðis verði nýttir til hins ýtrasta. Þetta mun ekki aðeins bæta þjónustuna heldur einnig draga úr kostnaði.Síðast en ekki síst vill Dögun í Reykjavík stokka upp fjárhagsramma borgarinnar. Rammarnir, sem sniðnir eru um þarfir hvers málaflokks fyrir sig, voru ákveðnir fyrir margt löngu og síðan hefur ýmislegt breyst. Borgin hefur tekið að sér stór verkefni, s.s. málaflokk fatlaðra og óumdeilt er að hrunið hefur aukið verulega á velferðarkostnað. Því er að mati Dögunar í Reykjavík tímabært að hugsa öll fjárútlát upp á nýtt, með þá forgangsröðun í huga að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn hafi möguleika á að þroskast á eðlilegan hátt. Að öðru leiti bendi ég á stefnu Dögunar í Reykjavík á heimasíðu framboðsins og stjórnmála app okkar.Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið heldur uppteknum hætti og hunsar Dögun í Reykjavík í daglegri úttekt um ýmis mál, tengdum borgarrekstrinum og afstöðu annarra framboða. Því höfum við brugðið á það ráð að fjalla um sömu mál hér á vefmiðlinum vísir.is. Kunnum við þakkir fyrir að sá miðill skuli vera okkur opinn. Fáir munu vilja ljá okkur lið ef við eigum þess ekki kost að koma stefnumálum okkar og útfærslum á framfæri. Ekki trúi ég öðru en einhverjum lesendum Fréttablaðsins þyki þeir vera hlunnfarnir að fá ekki að kynnast sjónarmiðum allra framboða. Umfjöllun dagsins eru fjármál borgarinnar. Þar hefur Dögun í Reykjavík mótað ákveðnar áherslur bæði hvað varðar útgjöld og tekjur.Félagsbústaðir hf. er stöndugt fyrirtæki í eigu borgarinnar með yfir 2200 íbúðir og 19 milljarða eiginfjárstöðu. Uppbygging mikils fjölda íbúða á þeirra vegum verður að mestu fjármögnuð með lánum. Þess utan leggur Dögun í Reykjavík áherslu á að aðrar stofnframkvæmdir verði að mestu leyti látnar bíða á meðan svarað verður gríðarlegri eftirspurn eftir félagslegu húsnæðiÁ meðan innheimt er gjald fyrir grunnþjónustu á borð við leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir vill Dögun í Reykjavík tekjutengja gjaldskrár þannig að lágtekju- og millitekjuhópar borgi minna.Með því að tekjutengja frístundakortið verður börnum efnaminni foreldra auðveldað að stunda íþróttir og tómstundir.Með því að selja bílastæðahús borgarinnar og láta andvirðið renna í samgöngusjóð er hægt að styrkja almenningssamgöngur verulega. Reikna má með því að sala bílastæðahúsa gefi á fjórða milljarð króna til borgarinnar. Tillaga sem gerir þetta mögulegt rataði inn í samgöngufrumvarp sem enn er óafgreitt. Markaðsvæðing bílastæðahúsanna mun að öllum líkindum verða til þess að bílastæðagjöld í miðbænum hækka. Samkvæmt tillögum okkar flyst opinber stuðningur í samgöngumálum frá einkabílnum og yfir á almenningssamgöngur.Borgin hefur á undanförnum árum útvistað margvíslegri þjónustu og verkefnum, selt tæki og búnað og leigt aftur. Þetta hefur í mörgum tilfellum haft aukinn kostnað og óöryggi varðandi þjónustu í för með sér. Dögun í Reykjavík vill að borgin eignist aftur bíla, tæki og búnað og að Vélamiðstöð og Trésmiðja borgarinnar verði endurreist. Einnig taki borgin yfir tryggingar, ræstingar og flesta aðra þjónustu sem hefur verið úthýst. Mun þetta hafa mikið hagræði í för með sér þar sem stærðarhagkvæmnin er mikil, auk þess að fjölga störfum á vegum borgarinnar.Dögun í Reykjavik vill stofna banka í eigu Reykjavíkurborgar sem rekinn verður til hagsbóta fyrir borgarbúa. Ágóðinn verði nýttur til að greiða að hluta til fyrir útgjöld borgarinnar og hún geti sótt þangað lánsfé á hagstæðum kjörum. Einnig verði möguleiki á að endurfjármagna dýr lán.Dögun í Reykjavík vill að allir íbúar borgarinnar, sem það geta, greiði til borgarsamfélagsins. Þess vegna mun framboðið vinna að því að hluti fjármagnstekjuskatts fólks með háar tekjur, renni til sveitarfélagsins. Dögun í Reykjavík vill minnka miðstýringu borgarinnar til muna og auka á dreifstýringu. Þetta hefði það í för með sér að allt sem tilheyrir nærumhverfinu, flyttist til hverfanna. Þetta var gert í Osló og þar í borg sögðu ráðamenn að það hefði haft í för með sér 10% hagræðingu fyrir borgina, sem fyrst og fremst var rakin til þess að nærumhverfið fór betur með fé. Dögun í Reykjavík vill að Reykjavíkurborg styðji við hvers kyns samvinnurekstur íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Dögun í Reykjavík vill að möguleikar rafrænnar stjórnsýslu og rafræns lýðræðis verði nýttir til hins ýtrasta. Þetta mun ekki aðeins bæta þjónustuna heldur einnig draga úr kostnaði.Síðast en ekki síst vill Dögun í Reykjavík stokka upp fjárhagsramma borgarinnar. Rammarnir, sem sniðnir eru um þarfir hvers málaflokks fyrir sig, voru ákveðnir fyrir margt löngu og síðan hefur ýmislegt breyst. Borgin hefur tekið að sér stór verkefni, s.s. málaflokk fatlaðra og óumdeilt er að hrunið hefur aukið verulega á velferðarkostnað. Því er að mati Dögunar í Reykjavík tímabært að hugsa öll fjárútlát upp á nýtt, með þá forgangsröðun í huga að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn hafi möguleika á að þroskast á eðlilegan hátt. Að öðru leiti bendi ég á stefnu Dögunar í Reykjavík á heimasíðu framboðsins og stjórnmála app okkar.Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun