Íslenski boltinn

Þór/KA á toppinn í Pepsi-deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Daníel
Þór/KA vann góðan heimasigur á ÍBV í fyrsta leik þriðju umferðar Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.

Norðankonur komust yfir á 28. mínútu með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur eftir sendingu Kayle Grimsley og staðan var 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Eyjakonur bættu aðeins í í seinni hálfleik, en það dugði ekki til. Varamaðurinn Freydís Anna Jónsdóttir gulltryggði sigur Þórs/KA á 83. mínútu eftir sendingu frá Láru Einarsdóttur og þar við sat. Lokatölur 2-0, heimakonum í vil.

Með sigrinum tyllti Þór/KA sér á topp deildarinnar með sjö stig, en ÍBV situr í 7. sæti með þrjú stig. Þriðju umferðinni lýkur á þriðjudaginn með fjórum leikjum. Stjarnan tekur þá á móti nýliðum Fylkis, Selfoss heimsækir Aftureldingu, ÍA og Valur mætast á Akranesi og Breiðablik og FH eigast við í Fífunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×