Tuttuguþúsund í Kolaportinu um hverja helgi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2014 20:00 Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Eitt af síðustu verkum Jóns Gnarrs, borgarstjóra var í dag þegar hann undirritaði nýjan tíu ára leigusamning fyrir hönd Reykjavíkurborgar við Kolaportið. Um tuttugu þúsund manns heimsækja Kolaportið hverja helgi. Fulltrúar Kolaportsins, sem fagnar 25 ára afmæli í ár og Jón Gnarr, borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs undirrituð nýja leigusamninginn, sem gildir til 2025. Borgarstjóri segir stunda hafa verið sérstaka fyrir sig. „Já, stór dagur fyrir mig vegna þess að ég er náttúrulega svolítið að loka hringnum, ég hóf mína kosningabaráttu á sínum tíma hér í Kolaportinu og núna lýk ég eitt af mínum síðustu embættisverkum,“ segir Jón Gnarr. Dagur B. Eggertsson er ánægður með nýja samninginn. „Ég er bara mjög stoltur af þessum samningi og mjög gaman að Kolaportið sé komið fyrir vind, þetta er búin að vera löng fæðing, við höfum þurft að taka slaginn fyrir Kolaportið nokkrum sinnum á undanförnum árum þannig að núna horfum við bara bjarsýn á framtíð Kolaportsins sem verður skemmtilegt áfram,“ segir hann. Kolaportið er bara opið um helgar en þangað koma um 20 þúsund manns um hverja helgi. Sölubásarnr eru um 80. „Ég er bara alsæl, bara eitt bros, þetta er dásamlegt alveg, nú fáum við að vera í friði næstu 10 árin, áhyggjulaus, það er bara frábært. Nú er hægt að framkvæma og gera ýmislegt hérna innandyra og byggja upp og gera bara ennþá betra Kolaport,“ segir Guðjóna Ásgrímsdóttir, eigandi kaffiteríu Kolaportsins. Jón Gnarr og Dagur eru í kosningaham, Jón er viss um að Dagur verði næsti borgarstjóra og hann er búin að ákveða hvenær lykaskiptin munu fara fram. „Já, 16. júní á milli 14:00 og 16:00,“ segir Jón og Dagur bætur við, „Fyrst þarf að kjósa“.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira