Um bútasaum og skipulagsmál Baldur Ó. Svavarsson skrifar 26. maí 2014 11:56 Ég hef alla mína meðvituðu tíð búið hér í Garðabæ. Árin eru 50 ár á þessu ári. Hef fylgst með bænum vaxa frá möl í malbik. Hef verið virkur þáttakandi í bæjarlífinu - sérstaklega Stjörnunni, bæði sem leikmaður, þjálfari, foreldri og stjórnarmaður. Nú síðustu árin reynt að beita mér í pólitíkinni. Það hefur verið skemmtileg og skapandi reynsla. Byggð á hugsjón og gleði - án digurra sjóða. Kynnst þar ógrynni af skemmtilegu og skapandi fólki. Eðli starfs míns vegna, þá hafa skipulagsmál bæjarins verið mér hugleikin um langa hríð. Sumt hefur þar tekist ágætlega - Annað miður vel. Einkennandi fyrir skipulagsgerðina síðustu áratugina hefur oftar enn ekki verið handverk sem kennt er við bútasaum. Einkenni bútasaums er að þá skeyta menn saman óskyldum efnisbútum þannig að þeir myndi saman eina ósamstæða, en brúklega heild, t.d. teppi - nú eða bæjarhluta. Þeir sem stunda bútasuminn sem listgrein hafa þó náð að gera þessar ósamstæðu heildir að einhverju meira en plaggi. Hún móðir mín áttræð er t.a.m í þeim hópi og stundar þessa listgrein af miklum móð, bæði kennir, sýnir. Ég veit að hún er tilbúin að leiðbeina ráðamönnum bæjarins að meistra þessa listgrein sem bútasaumurinn er, ef ætlunin er að halda áfram á þessari braut - En með einu skilyrði þó - að bæjaryfirvöld lækki ósanngjarnan fasteignaskattinn sem á hana er lagður á 50 ára búsetuafmæli hennar í bænum, nú á sumarmánuðum árið 2014. Hjá bænum starfar skipulagsstjóri sem bærinn réð til starfa fyrir nokkrum árum. Þar fer góður fagmaður og ekkert yfir honum að kvarta. Hann hefur hins vegar hvorki mannskap né fjárráð til annars en afgreiðslu skilpulagsmála, ekki til rannsókna eða til mótunar framtíðarsýnar. Til þess er honum skorinn of þröngur stakkurinn - Þetta þarf að bæta. Stöðugleikinn í bútasaumshandverki bæjaryfirvalda við skipulagsgerðina hefur verið einstakur, "einbeittur og traustur" í hart nær hálfa öld. Ásgarðssvæðið hefur þannig t.a.m. liðið fyrir skipulagsleysi í áraraðir og Garðaholtið er á sömu leið, einnig Vífilsstaðir, Prýðishverfið og flerri dæmi má taka. En það er andvaraleysið við gerð miðbæjarskipulagsins sem þó fyllir mælinn. Í Flokksblaðinu Görðum fyrir kosningarnar 1970 stóð stórum stöfum á forsíðu - NÝR MIÐBÆR RÍS Í GARÐAHREPPI (einmitt Garðahreppi) - á þeim stað þar sem hann nú rís. Þar voru þá hesthús. Fréttinni fylgdu teikningar og myndir af líkönum af framtíðarmiðbænum - „og síðan eru liðin mörg ár“, eins segir í textanum. - Það hefur sem sagt tekið Flokkinn um hálfa öld að koma miðbænum á koppinn. Það má því ætla að niðustaðan sé vel ígrundaður og þaulskipulagður miðbær sem nú rís - eftir öll þessi ár með traustum rekstri og stöðugleika - dæmi nú hver fyrir sig. Við okkur blasir nú a.m.k. þrí- ef ekki fjórskiptur miðbær - á tveimur stöðum í ekki stærra bæjarfélagi. Nú er gerð tilraun til að sameina tvær eininganna í eina, í efri hluta miðbæjarins við Garðatorg. Við sem bæjarbúar verðum að taka til hendinni og aðstoða yfirvöld við að virkja þessi ósköp. Eg vona innilega að það takist, en það er viðbúið að það verði erfitt þar sem viðskiptavinirnir eru allir í hinum hluta miðbæjarins - í stærstu vegasjoppu landsins - á umferðaeyju niður við Hafnarfjarðarveg. Skipulagsmál eru rammi um lífsgæði okkar bæjarbúa. Nú þegar unnið er að sameinuðu aðalskipulagi Garðabæjar og Álftaness er mikilvægara en nokkru sinni að móta heildarsýnina. Hörfum nú frá allri bútasaumsgerð og horfum heildstætt á bæinn okkar - og hugsum til langrar framtíðar. Baldur Ó. Svavarsson 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég hef alla mína meðvituðu tíð búið hér í Garðabæ. Árin eru 50 ár á þessu ári. Hef fylgst með bænum vaxa frá möl í malbik. Hef verið virkur þáttakandi í bæjarlífinu - sérstaklega Stjörnunni, bæði sem leikmaður, þjálfari, foreldri og stjórnarmaður. Nú síðustu árin reynt að beita mér í pólitíkinni. Það hefur verið skemmtileg og skapandi reynsla. Byggð á hugsjón og gleði - án digurra sjóða. Kynnst þar ógrynni af skemmtilegu og skapandi fólki. Eðli starfs míns vegna, þá hafa skipulagsmál bæjarins verið mér hugleikin um langa hríð. Sumt hefur þar tekist ágætlega - Annað miður vel. Einkennandi fyrir skipulagsgerðina síðustu áratugina hefur oftar enn ekki verið handverk sem kennt er við bútasaum. Einkenni bútasaums er að þá skeyta menn saman óskyldum efnisbútum þannig að þeir myndi saman eina ósamstæða, en brúklega heild, t.d. teppi - nú eða bæjarhluta. Þeir sem stunda bútasuminn sem listgrein hafa þó náð að gera þessar ósamstæðu heildir að einhverju meira en plaggi. Hún móðir mín áttræð er t.a.m í þeim hópi og stundar þessa listgrein af miklum móð, bæði kennir, sýnir. Ég veit að hún er tilbúin að leiðbeina ráðamönnum bæjarins að meistra þessa listgrein sem bútasaumurinn er, ef ætlunin er að halda áfram á þessari braut - En með einu skilyrði þó - að bæjaryfirvöld lækki ósanngjarnan fasteignaskattinn sem á hana er lagður á 50 ára búsetuafmæli hennar í bænum, nú á sumarmánuðum árið 2014. Hjá bænum starfar skipulagsstjóri sem bærinn réð til starfa fyrir nokkrum árum. Þar fer góður fagmaður og ekkert yfir honum að kvarta. Hann hefur hins vegar hvorki mannskap né fjárráð til annars en afgreiðslu skilpulagsmála, ekki til rannsókna eða til mótunar framtíðarsýnar. Til þess er honum skorinn of þröngur stakkurinn - Þetta þarf að bæta. Stöðugleikinn í bútasaumshandverki bæjaryfirvalda við skipulagsgerðina hefur verið einstakur, "einbeittur og traustur" í hart nær hálfa öld. Ásgarðssvæðið hefur þannig t.a.m. liðið fyrir skipulagsleysi í áraraðir og Garðaholtið er á sömu leið, einnig Vífilsstaðir, Prýðishverfið og flerri dæmi má taka. En það er andvaraleysið við gerð miðbæjarskipulagsins sem þó fyllir mælinn. Í Flokksblaðinu Görðum fyrir kosningarnar 1970 stóð stórum stöfum á forsíðu - NÝR MIÐBÆR RÍS Í GARÐAHREPPI (einmitt Garðahreppi) - á þeim stað þar sem hann nú rís. Þar voru þá hesthús. Fréttinni fylgdu teikningar og myndir af líkönum af framtíðarmiðbænum - „og síðan eru liðin mörg ár“, eins segir í textanum. - Það hefur sem sagt tekið Flokkinn um hálfa öld að koma miðbænum á koppinn. Það má því ætla að niðustaðan sé vel ígrundaður og þaulskipulagður miðbær sem nú rís - eftir öll þessi ár með traustum rekstri og stöðugleika - dæmi nú hver fyrir sig. Við okkur blasir nú a.m.k. þrí- ef ekki fjórskiptur miðbær - á tveimur stöðum í ekki stærra bæjarfélagi. Nú er gerð tilraun til að sameina tvær eininganna í eina, í efri hluta miðbæjarins við Garðatorg. Við sem bæjarbúar verðum að taka til hendinni og aðstoða yfirvöld við að virkja þessi ósköp. Eg vona innilega að það takist, en það er viðbúið að það verði erfitt þar sem viðskiptavinirnir eru allir í hinum hluta miðbæjarins - í stærstu vegasjoppu landsins - á umferðaeyju niður við Hafnarfjarðarveg. Skipulagsmál eru rammi um lífsgæði okkar bæjarbúa. Nú þegar unnið er að sameinuðu aðalskipulagi Garðabæjar og Álftaness er mikilvægara en nokkru sinni að móta heildarsýnina. Hörfum nú frá allri bútasaumsgerð og horfum heildstætt á bæinn okkar - og hugsum til langrar framtíðar. Baldur Ó. Svavarsson 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Garðabæ
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun