Fjölskyldubærinn Garðabær Björg Fenger skrifar 26. maí 2014 12:08 Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Fenger Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun