Volkswagen íhugar fjöldaframleiðslu Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 10:00 Volksdwagen Golf R 400 á bílasýningunni í Peking, þar sem hann var fyrst sýndur. Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent
Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent