Aukum lýðræði og lífsgæði í Betri Garðabæ Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 27. maí 2014 19:00 Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar