Barnafjölskyldur í fyrsta sæti Helga María Hallgrímsdóttir skrifar 27. maí 2014 15:11 Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Útgjöld barnafjölskyldna eru há, sérstaklega hjá barnmörgum fjölskyldum. Framsóknarkonur og -menn í Kópavogi setja barnafjölskyldur í fyrsta sæti. Við teljum góða rekstrarafkomu núverandi meirihluta, sem Framsókn er aðili að, gefa svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur og viljum gera það með ýmsu móti. Fyrst má nefna aukið framlag til foreldra barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum. Margir foreldrar myndu gjarnan vilja hafa börnin sín lengur hjá dagforeldrum en geta það ekki af fjárhagsástæðum. Kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum er mun hærri en vegna leikskóladvalar. Hvert pláss hjá dagforeldri kostar Kópavogsbæ rúmar 46.000 kr. á mánuði en hvert leikskólapláss rúmar 90.000 kr. Foreldrar greiða um 28.000 kr. fyrir 8 tíma dvöl á leikskóla en um 50.000 kr til dagforeldra. Með auknu framlagi yrði gjaldið sem foreldrar sjálfir greiða dagforeldrum lægra og óskastaðan væri að komast eins nálægt leikskólagjaldinu og mögulegt er. Foreldrar gætu því valið dvalarstað barna sinna óháð kostnaðarþættinum. Með þessu móti myndi þrýstingur á leikskólapláss af fjárhagsástæðum minnka. Setja þarf af stað markvissa áætlun til að fjölga dagforeldrum í Kópavogi. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar þurfi að leita út fyrir bæjarfélagið til þess að fá pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum. Annað mikilvægt mál fyrir barnafjölskyldur er hækkun systkinaafsláttar af dvalargjöldum barna. Hann viljum við hækka hann úr 30% í 50% af dvalargjaldi annars barns og úr 75% í 100% af dvalargjaldi þriðja barns eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir þvert á dvalarúrræðin, þ.e daggæslu dagforeldra, leikskóla og/eða dægradvöl grunnskóla. Auk þess viljum við vinna að því að leikskólagjöld lækki til samræmis við það besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst ber svo að nefna betra frístundakort að upphæð 40.000 kr. fyrir börn og ungmenni til íþrótta- og tómstundaiðkunar, þ.m.t tónlistarnám. Við teljum að upphæð kortsins eigi að vera án kvaða um tvær greinar og úthlutar fjölskyldan upphæðinni í gegnum rafræna íbúagátt. Ég hvet ykkur til að setja X við B fyrir barnafjölskyldur!
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar