Halló litli villikötturinn minn* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 27. maí 2014 17:04 Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar