Segir þjónustukaupin af Sinnum ekki útboðsskyld Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 11:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir vandasamara að bjóða út félagslega heimilsþjónustu þegar það er í höndum íbúanna að breyta þjónustunni eða óska eftir nýjum aðilum til að sinna henni. Þetta kemur fram í innsendri grein frá Gunnari sem birtist á Vísi í dag.Eins og áður hefur komið fram á Vísi kaupir Garðabær félagslega heimaþjónustu af fyrirtækinu Sinnum ehf, sem er í eigu fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar „og reyndar af fleiri fyrirtækjum líka,“eins og Gunnar kemst að orði í pistli sínum. Til að ráða bót á bágri stöðu félagslegra heimaþjónustu í bænum var ákveðið að leita nýrra leiða og kaupa hluta þjónustunnar frá einkaaðilum segi Gunnar. Fyrsti samningurinn þar að lútandi var gerður við fyrirtækið ISS á árinu 2006 um þrif á heimilum. „Áður hafði fjölskyldusvið Garðabæjar kannað áhuga nokkurra fyrirtækja en ISS var það eina sem lýsti yfir áhuga á að fara inn á þetta svið.“ Á árinu 2009 var fyrirtækið Sinnum komið á markaðinn og var þá ákveðið að óska eftir tilboði frá fyrirtækinu, bæði í þrif og innlit. Eins og Vísir hefur áður greint frá telur Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar ehf sem sinnir svipuðum verkefnum og Sinnum, Garðabæ hafa gengið fram hjá henni við kaupin á þjónustunni. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ sagði Gunnhildur í samtali við blaðamann Vísis. „Tilboð Sinnum var metið m.a. út frá kostnaði bæjarins við sömu þjónustu og verðinu sem samið hafði verið um við ISS. Niðurstaðan var sú að tilboð Sinnum væri hagstætt og hagstæðara en að bærinn sinnti þjónustunni sjálfur,“ segir Gunnar.Í sjöundu grein innkaupareglna Garðabæjar segir að meginreglan sé sú að útboðum skuli beitt við innkaup sveitarfélagsins. Síðar í greininni er tekið fram að útboð skuli fara fram vegna kaupa á þjónustu ef upphæð samingsins nemur meira en fimmtán milljónum króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði.Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Þrátt fyrir að greiðslur Garðabæjar til Sinnum séu hærri en reglur um útboð kveða á um hefur þjónustan ekki verið boðin út til þessa. Gunnar segir í greininni það skýrast af því að samningurinn við Sinnum kveði á um einingaverð, sem þýðir að samningsupphæð fari eftir magni þjónustunnar og er miðað við að lágmarki 50 heimili. „Samningurinn felur því ekki í sér skuldbindingu um ákveðna samningsfjárhæð heldur er það í hendi bæjarins að stjórna og skipuleggja starfsemina og með því að ákvarða samningsfjárhæðina“. Gunnar segir því rangt að halda því fram að verkefnið hafi verið útboðsskylt þegar samningurinn var gerður. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Garðabæjar, Steinþór Einarsson, sagði í samtali við Vísi að gengið hafi verið fram hjá fjölskylduráði bæjarins þegar að ákvarðanir um skipulag starfseminnar og samningsfjárhæðina hafi ekki verið teknar. „Að semja um þjónustu á verðum sem eru yfir innkaupareglum bæjarins án þess að það sé rætt á réttum vettvangi er forkastanlegt,“ segir í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Fulltrúi Fólksins- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. Flokkurinn segir að þrátt fyrir bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag frá meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.Gunnar telur rétt að taka fram aldrei hafi verið viðhaft útboð á þessari þjónustu hér á landi. „Flest sveitarfélög, og Garðabær þar með talinn, vilja að það sé í höndum íbúanna sjálfra að geta breytt þjónustunni og/eða óskað eftir nýjum aðila til að sinna henni.“ Það sé „vandasamara“ að mati Gunnars ef verkið er boðið út. „Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda eru ánægðir og það er í mínum huga aðalatriðið en ekki hvernig eignarhaldi eins af þeim fyrirtækjum sem hana veita er háttað.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir vandasamara að bjóða út félagslega heimilsþjónustu þegar það er í höndum íbúanna að breyta þjónustunni eða óska eftir nýjum aðilum til að sinna henni. Þetta kemur fram í innsendri grein frá Gunnari sem birtist á Vísi í dag.Eins og áður hefur komið fram á Vísi kaupir Garðabær félagslega heimaþjónustu af fyrirtækinu Sinnum ehf, sem er í eigu fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar „og reyndar af fleiri fyrirtækjum líka,“eins og Gunnar kemst að orði í pistli sínum. Til að ráða bót á bágri stöðu félagslegra heimaþjónustu í bænum var ákveðið að leita nýrra leiða og kaupa hluta þjónustunnar frá einkaaðilum segi Gunnar. Fyrsti samningurinn þar að lútandi var gerður við fyrirtækið ISS á árinu 2006 um þrif á heimilum. „Áður hafði fjölskyldusvið Garðabæjar kannað áhuga nokkurra fyrirtækja en ISS var það eina sem lýsti yfir áhuga á að fara inn á þetta svið.“ Á árinu 2009 var fyrirtækið Sinnum komið á markaðinn og var þá ákveðið að óska eftir tilboði frá fyrirtækinu, bæði í þrif og innlit. Eins og Vísir hefur áður greint frá telur Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar ehf sem sinnir svipuðum verkefnum og Sinnum, Garðabæ hafa gengið fram hjá henni við kaupin á þjónustunni. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ sagði Gunnhildur í samtali við blaðamann Vísis. „Tilboð Sinnum var metið m.a. út frá kostnaði bæjarins við sömu þjónustu og verðinu sem samið hafði verið um við ISS. Niðurstaðan var sú að tilboð Sinnum væri hagstætt og hagstæðara en að bærinn sinnti þjónustunni sjálfur,“ segir Gunnar.Í sjöundu grein innkaupareglna Garðabæjar segir að meginreglan sé sú að útboðum skuli beitt við innkaup sveitarfélagsins. Síðar í greininni er tekið fram að útboð skuli fara fram vegna kaupa á þjónustu ef upphæð samingsins nemur meira en fimmtán milljónum króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði.Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Þrátt fyrir að greiðslur Garðabæjar til Sinnum séu hærri en reglur um útboð kveða á um hefur þjónustan ekki verið boðin út til þessa. Gunnar segir í greininni það skýrast af því að samningurinn við Sinnum kveði á um einingaverð, sem þýðir að samningsupphæð fari eftir magni þjónustunnar og er miðað við að lágmarki 50 heimili. „Samningurinn felur því ekki í sér skuldbindingu um ákveðna samningsfjárhæð heldur er það í hendi bæjarins að stjórna og skipuleggja starfsemina og með því að ákvarða samningsfjárhæðina“. Gunnar segir því rangt að halda því fram að verkefnið hafi verið útboðsskylt þegar samningurinn var gerður. Fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Garðabæjar, Steinþór Einarsson, sagði í samtali við Vísi að gengið hafi verið fram hjá fjölskylduráði bæjarins þegar að ákvarðanir um skipulag starfseminnar og samningsfjárhæðina hafi ekki verið teknar. „Að semja um þjónustu á verðum sem eru yfir innkaupareglum bæjarins án þess að það sé rætt á réttum vettvangi er forkastanlegt,“ segir í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Fulltrúi Fólksins- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. Flokkurinn segir að þrátt fyrir bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag frá meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.Gunnar telur rétt að taka fram aldrei hafi verið viðhaft útboð á þessari þjónustu hér á landi. „Flest sveitarfélög, og Garðabær þar með talinn, vilja að það sé í höndum íbúanna sjálfra að geta breytt þjónustunni og/eða óskað eftir nýjum aðila til að sinna henni.“ Það sé „vandasamara“ að mati Gunnars ef verkið er boðið út. „Þeir sem þurfa á þjónustunni að halda eru ánægðir og það er í mínum huga aðalatriðið en ekki hvernig eignarhaldi eins af þeim fyrirtækjum sem hana veita er háttað.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55
Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30
Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00
Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar. 27. maí 2014 15:52