Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2014 17:45 Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni. Vísir/Getty „Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
„Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05