Hver er þessi Zak Cummings? Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. maí 2014 21:45 Zak Cummings er næsti andstæðingur Gunnars Nelson. Vísir/Getty Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05