Innlent

Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress.

Kim Gram Laursen fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda og búa börnin því hjá honum. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu og danskur dómstóll dæmdir Kim fulla forsjá í september 2012.

Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður í ágúst á síðasta ári.

Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs þar sem hún fór huldu höfði hjá íslenskum presti í um tvær vikur áður en hún kom hingað til lands.

Hjördís hefur verið í gæsluvarðhaldi í Danmörku síðan í febrúar en málið er nú fyrir rétti í Kolding.

„Þetta hefur verið hræðileg lífsreynsla og sérstaklega þegar maður var slitinn frá börnunum mínum,“ mun Kim hafa sagt í réttahöldunum ef marka má frétt Metroxpress.

Fram kemur í fréttinni að vinkona Hjördísar hafi borið vitni fyrir rétti um að yngsta dóttirin hafi greint frá því að faðir hennar hafi reynt að stinga fingri inn í leggöng hennar.

Að sögn Metroxpress lýkur réttarhöldunum á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Dætur Hjördísar fara til Danmerkur

Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku.

Saksóknari hefur áfrýjað

Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald.

Sýndu Hjördísi stuðning

Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi.

Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn

Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar.

Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan

Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag.

Stúlkurnar komnar í skóla

Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×