Viðskipti erlent

Risinn Lenovo

Finnur Thorlacius skrifar
Lenovo farsímar.
Lenovo farsímar. Klikgadget
Líklega vissu fáir um kínverska fyrirtækið Lenovo fyrr en það keypti fartölvuhluta IBM árið 2005. Vöxtur þess hefur verið ótrúlega hraður síðan. Lenovo keypti í janúar síðastliðnum Motorola símaframleiðandann af Google en aðeins viku áður hafi Lenovo einnig keypt þann hluta IBM sem framleitt hefur minni gerð netþjóna IBM.

Velta fyrirtækisins hefur farið úr 1.700 milljörðum króna fyrir 5 árum í 5.600 milljarða nú. Á síðast ári náði Lenovo að verða stærsti framleiðandi á tölvum í heiminum. Nú fjórum áður eftir að Lenovo kynnti sinn fyrsta farsíma er fyrirtækið orðið þriðji stærsti framleiðandi farsíma í heiminum, á eftir Samsung og Apple.

Fyrir 10 árum framleiddi Lenovo aðeins eina vöru, þ.e. PC-tölvur og seldi þeir eingöngu í Kína. Núna selur Lenovo vörur sínar í 160 löndum og starfsmenn eru orðnir 46.000 talsins. Lenovo framleiðir megnið af vörum sínum í Kína og þar kostar framleiðsla þess lítið og því eru vörur þess ódýrar og mokseljast. Lenovo fjárfestir mikið í rannsóknum og þróun á vörum sínum og getur leyft sér að setja hlutfallslega meira fé til þess en helstu samkeppnisaðilarnir.

Kaup Lenovo á Motorola frá Google er merkileg í því samhengi að Google keypti Motorola á 12,5 milljarða dollara árið 2012 en seldi það síðan til Lenovo á 2,9 milljarða dollara. Google skilgreindi Motorola sem vandræðabarn og það hafði IBM einmitt gert með fartölvudeild sína árið 2005 þegar hún var seld Lenovo. Einhvernveginn tekst Lenovo ávallt að blása lífi í vandræðabörnin og fá þau í fyrstu á afar lágu verði.

Tap var á rekstri Motorola á síðasta ári og nam það einum milljarði dollara. Forvitnilegt verður að sjá hvort Lenovo muni ekki takast eina ferðina enn að hagnast á fyrirtæki sem staðið hefur í taprekstri. Lenovo stefnir ótrautt á 100 milljarða dollara veltu, tvöfalda veltu ársins í fyrra og því verður það að finna sér nýjar framleiðsluvörur og nýja markaði sem því hefur hingað til tekist vel. 

Lenovo er hvað þekktast fyrir fartölvur sínar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×