Jón Arnór og Sigmundur töfruðu fram atkvæði Framsóknarflokksins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 14:47 Sigmundur og Jón Arnór voru flottir saman. Vísir/Aðsent Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Töframaðurinn ungi Jón Arnór Pétursson stal senunni á opnun kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann fékk Sigmund Davíð Gunlaugsson til þess að taka þátt í einu atriðinu með sér. „Þú verður þá að lofa að láta mig ekki hverfa,“ sagði Sigmundur við töframanninn unga í þann mund sem hann samþykkti að taka þátt í atriðinu. Jón Arnór sýndi gestum þá tvo atkvæðaseðla. Á öðrum stóð „Auður“ og á hinum stóð „Ógildur“. Miðarnir voru settir í pott og fékk Sigmundur Davíð grænan tússpenna til þess að hræra í pottinum. „Þú verður að passa þig að hræra ekki til vinstri, þá verðuru Vinstri grænn,“ sagði hinn sex ára gamli töframaður sem er orðinn þjóðþekktur eftir frábæra frammistöðu í þáttunum Ísland Got Talent. Eftir að hafa hrært í atkvæðaseðlunum var forsætisráðherrann beðinn um að skoða þá aftur. Þá hafði Jón Arnór breytt auðum og ógildum seðlum í atkvæði Framsóknarflokksins. Mikið var hlegið af þessu atriði og þótti viðstöddum Jón Arnór hafa staðið sig stórkostlega. Hafði forsætisráðherra þá á orði að töframaðurinn ungi væri hér með ráðinn kosningastjóri flokksins.Jón Arnór fór á kostum í gær.Vísir/aðsent„Já, hann var ótrúlega flottur, þessi snillingur. Þetta var bara í takt við daginn okkar. Opnun kosningaskrifstofunnar gekk frábærlega, það var alveg fullt út úr dyrum,“ segir Sigurjón Jónsson, sem skipar annað sæti lista Framsóknarmanna í Kópavogi og heldur áfram: „Kosningabaráttan í Kópavogi er kominn af stað og við Framsóknarmenn munum leggja áherslu á jákvæða og málefnilega baráttu. Það er mikill hugur í okkur og spennandi tímar framundan í Kópavogi“Hér má sjá nokkra af þeim sem voru viðstaddir opnun kosningaskrifstofunnar. Sigurjón Jónsson er hér næst lengst til hægri.Vísir/aðsentMeðal annarra gesta við opnunina voru Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og Willum Þór Þórsson Alþingismaður. Birkir Jón Jónsson, fyrrum þingmaður er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi og sagði við opnunina að málefni fjölskyldunnar myndu vega þungt í kosningabaráttu flokksins.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sjö ára og stútfullur af hæfileikum - sjáðu lokaatriði Jóns Arnórs Töframaðurinn knái var stórkostlegur í lokaþætti hæfileikakeppninnar Ísland Got Talent. 30. apríl 2014 10:32