Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 13:37 Helgi Kjartansson með uppgerðum Deutz d15 í Deutzhöllinni svokölluðu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Helgi Kjartansson leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Ég heiti Helgi Kjartansson og bíð mig fram fyrir hönd T – listans í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. Ég hef lengi lifað og starfað í Bláskógabyggð þó að ég sé uppalinn í Grímsnesinu, gekk t.d. í Héraðsskólann og í Íþróttakennaraskólan á Laugarvatni og svo hef ég meira og minna verið við kennslu í Reykholti síðan ég kláraði kennaraprófið árið 1996. Við fjölskyldan höfum búið í Reykholti s.l. 10 ár og þar er mjög gott að búa eins og í allri Bláskógabyggð. Hef áhuga á mörgu eins og t.d íþróttum, félagsmálum og að smíða og dytta að ýmsum hlutum. Fyrir nokkrum árum tók ég mig t.d til og gerði upp gamlan Deutz d15 sem afi minn keypti árið 1961, það þurfti að taka Deutzinn algjörlega í gegn enda orðinn 50 ára gamall og búinn að skila sínu. Svo er ég núna að smíða mér auka bílskúr sem sumir segja að sé bara undir Deutzinn og kalla því bílskúrinn Deutzhöllina. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fallegasti staður á Íslandi eru Þingvellir. En ég er svo heppinn að búa í fallegu sveitarfélagi þar sem hver náttúruperlan af annarri umlykur mig. Hundar eða kettir? Er meira fyrir hunda, það er meira líf í þeim heldur en köttum. Ólst upp með tveim hundum sem hétu Mikki og Títla, þau voru miklir minkahundar og það var mikið gaman af þeim. Hver er stærsta stundin í lífinu? Stærsta stundin í mínu lífi er fæðing barnanna minna þriggja. Það er ólýsanleg stund að vera viðstaddur þegar nýtt líf fæðist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Minn uppáhaldsmatur er allur rammíslenskur matur, þá er ég m.a. að tala um hangikjöt, slátur, saltkjöt með öllu tilheyrandi. Hvernig bíl ekur þú? Það eru tveir bílar á heimilinu en það er Toyota Hilux og Toyota Corolla. Það eru semsagt Toyotur á mínu heimili. Besta minningin? Besta minningin er þegar ég kynntist konunni minni. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef einu sinni verðið tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. En einu sinni var ég stoppaður og tekinn í smá tékk um miðja nótt, sá sem stoppaði mig var Kristófer Tómasson sem ég kannaðist þá lítillega við en hann er nú sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á þessum tíma átti ég Ferozu alveg eins bíl og Kristófer átti og á enn, við ræddum lengi og ítarlega um kosti Ferozunnar og að lokum kvaddi Kristófer og sagðist bara hafa stoppað þennan bíl vegna glæsileikans. Hverju sérðu mest eftir? Það er ekkert sem ég man sérstaklega eftir. Draumaferðalagið? Það er sigling um Karabískahafið, stefnan er sett á slíka siglingu þegar maður verður kominn á eftirlaun. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já og líka dýft hendinni í kalt vatn. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er nú svo margt og mis mikið vit í því að ég ætla ekki að nefna það hér. Hefur þú viðurkennt mistök? Já að sjálfsögðu hef ég viðurkennt mistök, það gera allir einhvern tímann mistök og maður á að viðurkenna þau. Hverju ertu stoltastur af? Ég er stoltastur af fjölskyldunni minni, er stundum alveg að springa úr stolti. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Helgi Kjartansson leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Ég heiti Helgi Kjartansson og bíð mig fram fyrir hönd T – listans í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. Ég hef lengi lifað og starfað í Bláskógabyggð þó að ég sé uppalinn í Grímsnesinu, gekk t.d. í Héraðsskólann og í Íþróttakennaraskólan á Laugarvatni og svo hef ég meira og minna verið við kennslu í Reykholti síðan ég kláraði kennaraprófið árið 1996. Við fjölskyldan höfum búið í Reykholti s.l. 10 ár og þar er mjög gott að búa eins og í allri Bláskógabyggð. Hef áhuga á mörgu eins og t.d íþróttum, félagsmálum og að smíða og dytta að ýmsum hlutum. Fyrir nokkrum árum tók ég mig t.d til og gerði upp gamlan Deutz d15 sem afi minn keypti árið 1961, það þurfti að taka Deutzinn algjörlega í gegn enda orðinn 50 ára gamall og búinn að skila sínu. Svo er ég núna að smíða mér auka bílskúr sem sumir segja að sé bara undir Deutzinn og kalla því bílskúrinn Deutzhöllina. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fallegasti staður á Íslandi eru Þingvellir. En ég er svo heppinn að búa í fallegu sveitarfélagi þar sem hver náttúruperlan af annarri umlykur mig. Hundar eða kettir? Er meira fyrir hunda, það er meira líf í þeim heldur en köttum. Ólst upp með tveim hundum sem hétu Mikki og Títla, þau voru miklir minkahundar og það var mikið gaman af þeim. Hver er stærsta stundin í lífinu? Stærsta stundin í mínu lífi er fæðing barnanna minna þriggja. Það er ólýsanleg stund að vera viðstaddur þegar nýtt líf fæðist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Minn uppáhaldsmatur er allur rammíslenskur matur, þá er ég m.a. að tala um hangikjöt, slátur, saltkjöt með öllu tilheyrandi. Hvernig bíl ekur þú? Það eru tveir bílar á heimilinu en það er Toyota Hilux og Toyota Corolla. Það eru semsagt Toyotur á mínu heimili. Besta minningin? Besta minningin er þegar ég kynntist konunni minni. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef einu sinni verðið tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. En einu sinni var ég stoppaður og tekinn í smá tékk um miðja nótt, sá sem stoppaði mig var Kristófer Tómasson sem ég kannaðist þá lítillega við en hann er nú sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á þessum tíma átti ég Ferozu alveg eins bíl og Kristófer átti og á enn, við ræddum lengi og ítarlega um kosti Ferozunnar og að lokum kvaddi Kristófer og sagðist bara hafa stoppað þennan bíl vegna glæsileikans. Hverju sérðu mest eftir? Það er ekkert sem ég man sérstaklega eftir. Draumaferðalagið? Það er sigling um Karabískahafið, stefnan er sett á slíka siglingu þegar maður verður kominn á eftirlaun. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já og líka dýft hendinni í kalt vatn. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er nú svo margt og mis mikið vit í því að ég ætla ekki að nefna það hér. Hefur þú viðurkennt mistök? Já að sjálfsögðu hef ég viðurkennt mistök, það gera allir einhvern tímann mistök og maður á að viðurkenna þau. Hverju ertu stoltastur af? Ég er stoltastur af fjölskyldunni minni, er stundum alveg að springa úr stolti. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25