Vilja að hvalaskoðun hafi forgang á Faxaflóa Svavar Hávarðsson skrifar 14. maí 2014 08:41 Allir sem einn vilja stækka griðasvæði hvala og segja að verkfærið til þess sé þrýstingur og samtal við kollegana í landsmálunum. Fréttablaðið/GVA Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan: Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan:
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00
Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00