Ætla að skera upp landbúnaðarkerfið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2014 19:00 Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norskir bændur mættu á skítadreifurum við þinghúsið í Osló og úðuðu mjólk yfir götur í víðtækum mótmælum um allan Noreg gegn áformum ríkisstjórnar landsins að skera upp landbúnaðarkerfið, en því svipar mjög til þess íslenska. Bændasamtök Noregs slitu í gær viðræðum við ríkisstjórnina um nýjan búvörusamning og í framhaldinu óku bændur á traktorum inn í borgir og bæi landsins. Þeir óku skítadreifara að Stórþinginu í Osló, sem þeir sögðu táknrænt fyrir álit sitt á ríkisstjórninni, en létu það þó vera að sinni að setja úðarann í gang. Þeir vökvuðu hins vegar götur með mjólk og tepptu umferð en mótmælin fóru fram samtímis um allan Noreg. Þau héldu síðan áfram í dag.Norskir bændur segja áform ríkisstjórnarinnar árás á dreifbýlið og litlu fjölskyldubúin.Mynd/TV-2, NoregiNorski landbúnaðurinn nýtur mikils ríkisstuðnings, eins og sá íslenski, og þar er einnig tekist á um það að hve miklu leyti eigi að verja innlenda matvælaframleiðslu og dreifbýlið. Norsku bændasamtökin segja áform ríkisstjórnarinnar alvarlega árás á landbúnaðinn í héruðum landsins og sérstaklega á litlu fjölskyldubúin sem beri uppi matvælaframleiðsluna. Stærstu búin í bestu landbúnaðarhéruðunum næst þéttbýlinu muni hins vegar eflast, breytingarnar muni því hafa víðtæk áhrif á byggðamunstur í Noregi, og það segjast bændur aldrei geta sætt sig við.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira