Fótbolti

AaB pakkaði FCK saman í úrslitum bikarsins | Rúrik skoraði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rasmus Thelander skoraði tvö mörk.
Rasmus Thelander skoraði tvö mörk. Mynd/aab
AaB frá Álaborg vann stórlið FC Kaupmannahafnar, 4-2, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Parken, heimavelli FCK.

FCK tók forystuna í leiknum með marki AndreasCornelius á 18. mínútu leiksins en hann kom aftur til liðsins frá Cardiff í janúar eftir nokkra dapra mánuði í ensku úrvalsdeildinni.

AaB jafnaði leikinn með marki miðvarðarins RasmusarThelanders á 41. mínútu þegar hann stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Thelander skoraði svo annað mark með skalla eftir horn þremur mínútum síðar.

Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður hjá FCK á 69. mínútu en þremur mínútum eftir það komst AaB í 3-1 með marki KaspersRisgårds.

Álaborgarmenn voru ekki hættir því SörenFrederiksen bætti við fjórða markinu á 74 mínútu. Rúrik minnkaði muninn í 4-2 með marki á 89. mínútu en það var of lítið og of seint. Lokatölur, 4-2, og bikarinn til Álaborgar.

Tímabilið hefur verið hreint ótrúlegt hjá AaB sem stefndi í gjaldþrot og er að spila mestmegnis á ungum og uppöldum Dönum.

Engum óraði fyrir árangri liðsins á tímabilinu en það er nú þegar orðið danskur meistari og fer því beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fjárhagnum er því bjargað enda liðið tvöfaldur meistari í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×